Veðrið í morgun „sýnishorn“ fyrir komandi lægðir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 21:51 Von er á því að fleiri lægðir fari yfir landið á næstu dögum. Vonskuveður var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fuku meðal annars trampólín og heitir pottar. Næsta lægð er væntanleg seinnipart fimmtudags. Þá verður stormur á fimmtudagskvöld eða jafnvel fyrr að sögn Árna Sigurðssonar veðurfræðings, en rætt var við Árna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Árni segir að sú lægð verði líklega að mörgu leyti áþekk þeirri sem gekk yfir í dag en hún geti jafnvel verið dýpri og að búast megi við meiri úrkomu. „Það getur verið talsvert mikil úrkoma og menn eru að setja sig í startholurnar að vara við henni,“ segir Árni. „Það er verið að spá lægð líka á laugardeginum og hún verður álíka. Það verður meiri kuldi með henni, það er meiri kuldi sem kemur þá frá Kanada og hann getur komið til okkar í kjölfarið.“Gæti jafnvel snjóað þá eitthvað? „Allavega éljagangur.“Þannig að þessi lægð sem við fengum í dag, þetta er kannski bara upphitun? „Það er stundum þannig að þetta kemur í röðum. Það eru syrpur sem koma þegar aðstæður eru þannig að það er öflug hæð yfir Skandinavíu eða þar á þei slóðum og síðan kalt loft yfir Kanada þá myndast þannig aðstæður að þær myndast og koma í röðum til okkar,“ segir Árni. „Menn eiga að búa sig undir það, þetta var svona sýnishorn sem við fengum í morgun.“ Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 Tugir björgunarsveitarmanna í óveðursverkefnum á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Landsbjargar hafa haft í nógu að snúast í óveðrinu sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins í morgun. 9. janúar 2018 09:02 Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. janúar 2018 08:37 Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. 9. janúar 2018 11:57 Þrjú suðaustan illviðri í vændum Lægðirnar verða djúpar. 9. janúar 2018 12:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Von er á því að fleiri lægðir fari yfir landið á næstu dögum. Vonskuveður var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fuku meðal annars trampólín og heitir pottar. Næsta lægð er væntanleg seinnipart fimmtudags. Þá verður stormur á fimmtudagskvöld eða jafnvel fyrr að sögn Árna Sigurðssonar veðurfræðings, en rætt var við Árna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Árni segir að sú lægð verði líklega að mörgu leyti áþekk þeirri sem gekk yfir í dag en hún geti jafnvel verið dýpri og að búast megi við meiri úrkomu. „Það getur verið talsvert mikil úrkoma og menn eru að setja sig í startholurnar að vara við henni,“ segir Árni. „Það er verið að spá lægð líka á laugardeginum og hún verður álíka. Það verður meiri kuldi með henni, það er meiri kuldi sem kemur þá frá Kanada og hann getur komið til okkar í kjölfarið.“Gæti jafnvel snjóað þá eitthvað? „Allavega éljagangur.“Þannig að þessi lægð sem við fengum í dag, þetta er kannski bara upphitun? „Það er stundum þannig að þetta kemur í röðum. Það eru syrpur sem koma þegar aðstæður eru þannig að það er öflug hæð yfir Skandinavíu eða þar á þei slóðum og síðan kalt loft yfir Kanada þá myndast þannig aðstæður að þær myndast og koma í röðum til okkar,“ segir Árni. „Menn eiga að búa sig undir það, þetta var svona sýnishorn sem við fengum í morgun.“
Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 Tugir björgunarsveitarmanna í óveðursverkefnum á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Landsbjargar hafa haft í nógu að snúast í óveðrinu sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins í morgun. 9. janúar 2018 09:02 Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. janúar 2018 08:37 Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. 9. janúar 2018 11:57 Þrjú suðaustan illviðri í vændum Lægðirnar verða djúpar. 9. janúar 2018 12:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19
Tugir björgunarsveitarmanna í óveðursverkefnum á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Landsbjargar hafa haft í nógu að snúast í óveðrinu sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins í morgun. 9. janúar 2018 09:02
Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. janúar 2018 08:37
Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. 9. janúar 2018 11:57