Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 11:57 Björgunarsveitarmenn að störfum í Kópavogi í morgun. Sigurður Ólafur Sigurðsson Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. Ástæðan var sú að trampólín sem tekið hafði á loft í óveðrinu fauk á rúðuna í herbergi piltsins og braut hana. Pilturinn skarst við það að fá yfir sig glerbrotin og þurfti aðhlynningu á slysadeild. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þetta sé eina útkallið í óveðrinu í morgun þar sem trampólín kom við sögu. Skemmdirnar sem það olli séu áminning um að passa upp á að festa trampólín vel niður. Fyrir utan að brjóta rúðuna í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum fyrir unga piltinn skemmdi trampólínið þakkant og fór utan í einhverja bíla. Davíð segir að trampólínið hafi verið boltað niður en á endanum hafi boltarnir gefið sig. Um klukkan tíu í morgun höfðu allir hópar frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu lokið við þau verkefni sem tengdust óveðrinu. Alls sinntu tæplega sjötíu björgunarsveitarmenn um fjörutíu verkefnum víða um höfuðborgarsvæðið en flest verkefnin voru fok á á lausamunum og lausar þakplötur og þakkantar. Þá fóru nokkrar sveitir út í Reykjanesbæ og Grindavík í nótt. Þar var mest um lausar þakplötur. Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 „Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34 Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Sjá meira
Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. Ástæðan var sú að trampólín sem tekið hafði á loft í óveðrinu fauk á rúðuna í herbergi piltsins og braut hana. Pilturinn skarst við það að fá yfir sig glerbrotin og þurfti aðhlynningu á slysadeild. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að þetta sé eina útkallið í óveðrinu í morgun þar sem trampólín kom við sögu. Skemmdirnar sem það olli séu áminning um að passa upp á að festa trampólín vel niður. Fyrir utan að brjóta rúðuna í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum fyrir unga piltinn skemmdi trampólínið þakkant og fór utan í einhverja bíla. Davíð segir að trampólínið hafi verið boltað niður en á endanum hafi boltarnir gefið sig. Um klukkan tíu í morgun höfðu allir hópar frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu lokið við þau verkefni sem tengdust óveðrinu. Alls sinntu tæplega sjötíu björgunarsveitarmenn um fjörutíu verkefnum víða um höfuðborgarsvæðið en flest verkefnin voru fok á á lausamunum og lausar þakplötur og þakkantar. Þá fóru nokkrar sveitir út í Reykjanesbæ og Grindavík í nótt. Þar var mest um lausar þakplötur.
Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 „Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34 Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Sjá meira
Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19
„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Magnús Hákonarson var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. 9. janúar 2018 10:34
Fastir í vélum á Keflavíkurflugvelli í allt að 80 mínútur vegna veðursins Byrjað var að setja rana við allar vélar sem lentar voru á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:20 í morgun. 9. janúar 2018 11:06