Innlent

Heitur pottur fauk af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi

Atli Ísleifsson skrifar
Stærstan hluta pottsins er í sandkassa á lóðinni.
Stærstan hluta pottsins er í sandkassa á lóðinni. Magnús Hákonarson
Stór heitur pottur fauk af þrettándu hæð fjölbýlishúss sem stendur við Hörðukór í Kópavogi og hafnaði á lóð leikskólans Kór við Baugakór snemma í morgun.

Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Tilkynning barst lögreglu klukkan fimm en mikið óveður hefur verið á suðvesturhluta landsins í morgun.

Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, segir starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.

Sjá einnig: Reyndi að vekja nágranna sína

Potturinn hafði þá mölbrotnað og brotin dreifst á lóðinni. Stærstan hluta heita pottsins var að finna í sandkassa á lóðinni.

Hún segir að enn eigi eftir að sjá almennilega hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á leikskólanum eða á leiktækjum á lóðinni. Enn sé dimmt og vitlaust veður úti, en þetta verði betur tekið út þegar birtir og lægir síðar í dag.


Tengdar fréttir

Lægðirnar koma á færibandi í vikunni

Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Reyndi að vekja nágranna sína

Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×