Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 20:38 James Damore og David Gudeman halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Vísir/Getty Fyrrverandi starfsmaður tæknifyrirtækisins Google hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google. Damore og David Gudeman, sem einnig vann áður hjá Google og var rekinn vegna ummæla um múslima sem hann vann með og tengdi hann við hryðjuverkastarfsemi, halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Þar eiga þeir við hvíta íhaldssama karlmenn, samkvæmt frétt The Verge.Samkvæmt frétt Tech Crunch segir einnig í stefnu þeirra Damore og Gudeman að þeim og öðrum hafi verið refsað fyrir „óhefðbundnar stjórnmálaskoðanir“ þeirra og þá „synd þeirra að hafa fæðst hvítir og karlar“. Þá segir í stefnunni að Google hafi notast við „ólöglegan kynjakvóta“ sem hafi komið niður á hvítum körlum. Lögmenn Damore og Gudeman leita annarra sem telja Google hafa mismunað gegn sér. Stefnu þeirra, sem inniheldur mikið af tölvupóstum, má sjá hér. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður tæknifyrirtækisins Google hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google. Damore og David Gudeman, sem einnig vann áður hjá Google og var rekinn vegna ummæla um múslima sem hann vann með og tengdi hann við hryðjuverkastarfsemi, halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Þar eiga þeir við hvíta íhaldssama karlmenn, samkvæmt frétt The Verge.Samkvæmt frétt Tech Crunch segir einnig í stefnu þeirra Damore og Gudeman að þeim og öðrum hafi verið refsað fyrir „óhefðbundnar stjórnmálaskoðanir“ þeirra og þá „synd þeirra að hafa fæðst hvítir og karlar“. Þá segir í stefnunni að Google hafi notast við „ólöglegan kynjakvóta“ sem hafi komið niður á hvítum körlum. Lögmenn Damore og Gudeman leita annarra sem telja Google hafa mismunað gegn sér. Stefnu þeirra, sem inniheldur mikið af tölvupóstum, má sjá hér.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent