Gunnar Nelson vill mæta Ponzinibbio aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. janúar 2018 19:45 Gunnar veit ekki hvenær hann keppir næst vísir/getty Gunnar Nelson sagði Ariel Helwani, stjórnanda The MMA Hour, að amma sín hafi borðað kássu úr lambaheilum í viðtali í þættinum í dag. Helwani spurði Gunnar út í lífið á Íslandi og var forvitin um svið og hvernig þau væru framreidd, því næsta markmið hans sé að fá sér sviðakjamma með Haraldi Nelson, föður Gunnars. Hann var mjög hissa á því að það væri hægt að fara á stoppistöð strætó og biðja um svið og kók, og talið barst að heilum þegar Gunnar talaði um að hausarnir væru alltaf sagaðir í sundur. Gunnar sagðist ekki hafa smakkað þá sjálfur, en eldri kynslóðir hefðu gert það, þar á meðal amma hans. Þeir félagar ræddu þó líka bardagamál og sagði Gunnar að sá bardagi sem hann væri mest til í að fá væri endurtekin viðureign hans og Santiago Ponzinibbio, en sá síðarnefndi varð fyrstur til að vinna Gunnar með rothöggi þegar þeir áttust við í síðasta sumar. „Ég væri klárlega til í að berjast við hann aftur. Ég væri til í að fá aðra tilraun og ég mun passa augun. Ég held ég myndi vinna hann ef við mætumst aftur,“ sagði Gunnar, en Ponzinibbio náði rothögginu á Gunnar eftir að hafa potað í augun á honum. „Eftir bardagann getur þú sagt allt sem þú vilt, ég hefði átt að rétta upp hönd og láta dómarann vita af þessu því það er ekki eðlilegt að sjá tvöfalt. En á meðan bardaganum stóð þá hugsaði ég bara að kannski gerir hann ekki neitt. Hann vissi að ég var hálfblindur og hann gæti kýlt mig á meðan ég væri að rétta upp hönd svo ég tók ekki áhættuna.“ „Dómarinn segir þér að vera ekkert að stöðva bardagann því hann er að fylgjast með. Ég hélt ég myndi jafna mig. En eftir bardagann var ég mjög vonsvikinn því mér fannst ég hafa verið í besta formi ferilsins,“ sagði Gunnar. Teymi Gunnars ákvað að áfrýja niðurstöðu bardagans, en þeir töpuðu áfrýuninni. Það er mjög sjaldgæft í bardagaheiminum að slíkar áfrýjanir beri ávöxt. „Ég vildi ekki gera það til að byrja með, það myndi ekki breyta því sem gerðist. En ég skil að þetta gæti breytt einhverju fyrir íþróttina. Fyrir þann næsta sem lendir í þessu, þá vil ég segja að þetta ætti ekki að gerast. Þetta er svindl, eins mikið svindl og hægt er.“ „Eftir að hafa horft á upptökur af bardaganum, þá sýna þær að þetta var viljaverk. Þú potar ekki fjórum sinnum í augun á einhverjum nema það sé viljandi. Eftir bardagan vildi ég ekki trúa því að þetta væri viljandi.“ Gunnar tók sér hlé að læknisráði eftir bardagann til þess að jafna sig á rothögginu. Hann er enn ekki með neinn bardaga bókaðan, en er byrjaður að æfa á nýju.Viðtalið við Gunnar í MMA Hour má sjá hér. MMA Tengdar fréttir Áfrýjun Gunnars hafnað og úrslitin standa UFC ákvað að breyta ekki úrslitum í viðureign Gunnars Nelson og Santiago Pozinibbio. 13. september 2017 09:00 Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Gunnar Nelson er að passa sig á að verða ekki gaurinn sem rotast við eitt högg. 15. desember 2017 12:00 Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. 20. desember 2017 15:30 Ponzinibbio getur ekki hætt að pota í augu andstæðinga sinna Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio er ekkert sérstaklega vinsæll hér á landi eftir að hann tróð puttunum sínum á kaf í augu Gunnars Nelson í Glasgow síðasta sumar. Hann er ekki hættur að beita þeirri taktík. 20. desember 2017 13:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Sjá meira
Gunnar Nelson sagði Ariel Helwani, stjórnanda The MMA Hour, að amma sín hafi borðað kássu úr lambaheilum í viðtali í þættinum í dag. Helwani spurði Gunnar út í lífið á Íslandi og var forvitin um svið og hvernig þau væru framreidd, því næsta markmið hans sé að fá sér sviðakjamma með Haraldi Nelson, föður Gunnars. Hann var mjög hissa á því að það væri hægt að fara á stoppistöð strætó og biðja um svið og kók, og talið barst að heilum þegar Gunnar talaði um að hausarnir væru alltaf sagaðir í sundur. Gunnar sagðist ekki hafa smakkað þá sjálfur, en eldri kynslóðir hefðu gert það, þar á meðal amma hans. Þeir félagar ræddu þó líka bardagamál og sagði Gunnar að sá bardagi sem hann væri mest til í að fá væri endurtekin viðureign hans og Santiago Ponzinibbio, en sá síðarnefndi varð fyrstur til að vinna Gunnar með rothöggi þegar þeir áttust við í síðasta sumar. „Ég væri klárlega til í að berjast við hann aftur. Ég væri til í að fá aðra tilraun og ég mun passa augun. Ég held ég myndi vinna hann ef við mætumst aftur,“ sagði Gunnar, en Ponzinibbio náði rothögginu á Gunnar eftir að hafa potað í augun á honum. „Eftir bardagann getur þú sagt allt sem þú vilt, ég hefði átt að rétta upp hönd og láta dómarann vita af þessu því það er ekki eðlilegt að sjá tvöfalt. En á meðan bardaganum stóð þá hugsaði ég bara að kannski gerir hann ekki neitt. Hann vissi að ég var hálfblindur og hann gæti kýlt mig á meðan ég væri að rétta upp hönd svo ég tók ekki áhættuna.“ „Dómarinn segir þér að vera ekkert að stöðva bardagann því hann er að fylgjast með. Ég hélt ég myndi jafna mig. En eftir bardagann var ég mjög vonsvikinn því mér fannst ég hafa verið í besta formi ferilsins,“ sagði Gunnar. Teymi Gunnars ákvað að áfrýja niðurstöðu bardagans, en þeir töpuðu áfrýuninni. Það er mjög sjaldgæft í bardagaheiminum að slíkar áfrýjanir beri ávöxt. „Ég vildi ekki gera það til að byrja með, það myndi ekki breyta því sem gerðist. En ég skil að þetta gæti breytt einhverju fyrir íþróttina. Fyrir þann næsta sem lendir í þessu, þá vil ég segja að þetta ætti ekki að gerast. Þetta er svindl, eins mikið svindl og hægt er.“ „Eftir að hafa horft á upptökur af bardaganum, þá sýna þær að þetta var viljaverk. Þú potar ekki fjórum sinnum í augun á einhverjum nema það sé viljandi. Eftir bardagan vildi ég ekki trúa því að þetta væri viljandi.“ Gunnar tók sér hlé að læknisráði eftir bardagann til þess að jafna sig á rothögginu. Hann er enn ekki með neinn bardaga bókaðan, en er byrjaður að æfa á nýju.Viðtalið við Gunnar í MMA Hour má sjá hér.
MMA Tengdar fréttir Áfrýjun Gunnars hafnað og úrslitin standa UFC ákvað að breyta ekki úrslitum í viðureign Gunnars Nelson og Santiago Pozinibbio. 13. september 2017 09:00 Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Gunnar Nelson er að passa sig á að verða ekki gaurinn sem rotast við eitt högg. 15. desember 2017 12:00 Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. 20. desember 2017 15:30 Ponzinibbio getur ekki hætt að pota í augu andstæðinga sinna Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio er ekkert sérstaklega vinsæll hér á landi eftir að hann tróð puttunum sínum á kaf í augu Gunnars Nelson í Glasgow síðasta sumar. Hann er ekki hættur að beita þeirri taktík. 20. desember 2017 13:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Sjá meira
Áfrýjun Gunnars hafnað og úrslitin standa UFC ákvað að breyta ekki úrslitum í viðureign Gunnars Nelson og Santiago Pozinibbio. 13. september 2017 09:00
Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Gunnar Nelson er að passa sig á að verða ekki gaurinn sem rotast við eitt högg. 15. desember 2017 12:00
Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12
Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. 20. desember 2017 15:30
Ponzinibbio getur ekki hætt að pota í augu andstæðinga sinna Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio er ekkert sérstaklega vinsæll hér á landi eftir að hann tróð puttunum sínum á kaf í augu Gunnars Nelson í Glasgow síðasta sumar. Hann er ekki hættur að beita þeirri taktík. 20. desember 2017 13:45