Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2018 16:11 Frá vettvangi á laugardaginn. Vísir/Böddi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að mannaferðum við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsdal um helgina. Íbúðarhús og útihús fóru illa í bruna sem tilkynnt var um klukkan 9:59 á laugardagsmorgun. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að allir möguleikar séu kannaðir varðandi upptök eldsins.En er grunur um íkveikju? „Við vitum það svo sem ekki. Það er ekki komin niðurstaða tæknideildar,“ segir Ásgeir Pétur. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, ólst upp í nágrenninu og var ekki skemmt yfir tíðindunum á laugardaginn. Hann tjáði sig um málið á Twitter og þykir ljóst að kveikt var í húsunum. https://t.co/DHIaBpxyHzÞað er alveg ljóst að einhver kveikti í Stardal, megi sá hinn sami fara til andskotans.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) January 6, 2018 Enginn bjó í húsinu en þar bjuggu áður hjón sem hættu búskap fyrir einhverjum árum. Enginn var í húsinu né hafði verið í nokkurn tíma. Aðspurður hvort einhverjar vísbendingar séu um upptök eldsins, hvort bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi eða eitthvað slíkt segir Ásgeir svo ekki vera. Óskað er eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu frá aðfaranótt föstudags, 5. janúar, til sunnudagsmorguns, 7. janúar. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444 1000. Lögreglumál Tengdar fréttir Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að mannaferðum við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsdal um helgina. Íbúðarhús og útihús fóru illa í bruna sem tilkynnt var um klukkan 9:59 á laugardagsmorgun. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að allir möguleikar séu kannaðir varðandi upptök eldsins.En er grunur um íkveikju? „Við vitum það svo sem ekki. Það er ekki komin niðurstaða tæknideildar,“ segir Ásgeir Pétur. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, ólst upp í nágrenninu og var ekki skemmt yfir tíðindunum á laugardaginn. Hann tjáði sig um málið á Twitter og þykir ljóst að kveikt var í húsunum. https://t.co/DHIaBpxyHzÞað er alveg ljóst að einhver kveikti í Stardal, megi sá hinn sami fara til andskotans.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) January 6, 2018 Enginn bjó í húsinu en þar bjuggu áður hjón sem hættu búskap fyrir einhverjum árum. Enginn var í húsinu né hafði verið í nokkurn tíma. Aðspurður hvort einhverjar vísbendingar séu um upptök eldsins, hvort bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi eða eitthvað slíkt segir Ásgeir svo ekki vera. Óskað er eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu frá aðfaranótt föstudags, 5. janúar, til sunnudagsmorguns, 7. janúar. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444 1000.
Lögreglumál Tengdar fréttir Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18