Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2018 16:11 Frá vettvangi á laugardaginn. Vísir/Böddi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að mannaferðum við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsdal um helgina. Íbúðarhús og útihús fóru illa í bruna sem tilkynnt var um klukkan 9:59 á laugardagsmorgun. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að allir möguleikar séu kannaðir varðandi upptök eldsins. En er grunur um íkveikju? „Við vitum það svo sem ekki. Það er ekki komin niðurstaða tæknideildar,“ segir Ásgeir Pétur. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, ólst upp í nágrenninu og var ekki skemmt yfir tíðindunum á laugardaginn. Hann tjáði sig um málið á Twitter og þykir ljóst að kveikt var í húsunum. https://t.co/DHIaBpxyHzÞað er alveg ljóst að einhver kveikti í Stardal, megi sá hinn sami fara til andskotans.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) January 6, 2018 Enginn bjó í húsinu en þar bjuggu áður hjón sem hættu búskap fyrir einhverjum árum. Enginn var í húsinu né hafði verið í nokkurn tíma. Aðspurður hvort einhverjar vísbendingar séu um upptök eldsins, hvort bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi eða eitthvað slíkt segir Ásgeir svo ekki vera. Óskað er eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu frá aðfaranótt föstudags, 5. janúar, til sunnudagsmorguns, 7. janúar. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444 1000. Lögreglumál Tengdar fréttir Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að mannaferðum við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsdal um helgina. Íbúðarhús og útihús fóru illa í bruna sem tilkynnt var um klukkan 9:59 á laugardagsmorgun. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að allir möguleikar séu kannaðir varðandi upptök eldsins. En er grunur um íkveikju? „Við vitum það svo sem ekki. Það er ekki komin niðurstaða tæknideildar,“ segir Ásgeir Pétur. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, ólst upp í nágrenninu og var ekki skemmt yfir tíðindunum á laugardaginn. Hann tjáði sig um málið á Twitter og þykir ljóst að kveikt var í húsunum. https://t.co/DHIaBpxyHzÞað er alveg ljóst að einhver kveikti í Stardal, megi sá hinn sami fara til andskotans.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) January 6, 2018 Enginn bjó í húsinu en þar bjuggu áður hjón sem hættu búskap fyrir einhverjum árum. Enginn var í húsinu né hafði verið í nokkurn tíma. Aðspurður hvort einhverjar vísbendingar séu um upptök eldsins, hvort bensínbrúsi hafi fundist á vettvangi eða eitthvað slíkt segir Ásgeir svo ekki vera. Óskað er eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu frá aðfaranótt föstudags, 5. janúar, til sunnudagsmorguns, 7. janúar. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444 1000.
Lögreglumál Tengdar fréttir Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Eldur í húsi í Mosfellsdal Eldur er kominn upp í húsi í Stardal inn af Mosfellsdal. 6. janúar 2018 10:18