„Framkvæmdatími“ Trump fer í sjónvarp, símtöl og tíst Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 10:36 Trump finnst gott að halda til í íbúð sinni, horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta, fram eftir morgni. Vísir/AFP Vinnudagur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur styst frá því að hann tók fyrst við embætti. Forsetinn er sagður mæta seinna á skrifstofuna og taka færri fundi en áður. Í staðinn ver Trump meiri tíma í að horfa á sjónvarp og hanga á Twitter í vistarverum sínum í Hvíta húsinu. Að sögn bandaríska fréttamiðilsins Axios sem fékk að sjá raunverulega dagskrá Trump, sem er nokkuð frábrugðin þeirri opinberu sem fjölmiðlar og almenningur fá yfirleitt að sjá, mætir forsetinn oft ekki á skrifstofuna fyrr en um klukkan ellefu á morgnana. Vinnudagur hans er tiltölulega stuttur, frá 11 til 18. Breytingin á vinnutilhögun forsetans er sögð hafa verið gerð til rýma til fyrir sjónvarpsáhorf hans og Twitter-venjur. Tíminn sem hann ver í það er kallaður „framkvæmdatími“ í dagskrá hans. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að framkvæmdatímann nýti Trump fyrst og fremst í að horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta einn í íbúð sinni. Þannig sé tíminn frá 8 til 11 alla morgna lagður undir „framkvæmdatíma“. Eftir það mæti Trump á forsetaskrifstofuna fyrir fyrsta fund dagsins. Til samanburðar nefnir Axios að George Bush yngri hafi yfirleitt verið mættur á skrifstofuna kl. 6:45 á morgnana. Barack Obama hafi yfirleitt byrjað á líkamsrækt áður en hann mætti á milli níu og tíu.Segir forsetann einn þann vinnusamasta sem hún hefur séðAxios segir að vinnudagar Trump hafi verið lengri fyrst eftir að hann tók við embætti í fyrra. Dagskráin hafi byrjað fyrr en endað seinna. Forsetinn hafi hins vegar kunnað illa við svo langa dagskrá og ýtt á eftir því að dagskráin byrjaði seinna á daginn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump verji morgnunum að hluta til í íbúð sinni og að hluta til á skrifstofunni en hann eigi reglulega símtöl við starfslið sitt, þingmenn, ráðherra og erlenda leiðtoga. Sjálf segir hún að Trump sé einn vinnusamasti maður sem hún hafi nokkru sinni séð. Blaðamenn hafi margoft óskað þess að forsetinn hægði á sér því þeir ættu erfitt með að halda í við hann. Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Vinnudagur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur styst frá því að hann tók fyrst við embætti. Forsetinn er sagður mæta seinna á skrifstofuna og taka færri fundi en áður. Í staðinn ver Trump meiri tíma í að horfa á sjónvarp og hanga á Twitter í vistarverum sínum í Hvíta húsinu. Að sögn bandaríska fréttamiðilsins Axios sem fékk að sjá raunverulega dagskrá Trump, sem er nokkuð frábrugðin þeirri opinberu sem fjölmiðlar og almenningur fá yfirleitt að sjá, mætir forsetinn oft ekki á skrifstofuna fyrr en um klukkan ellefu á morgnana. Vinnudagur hans er tiltölulega stuttur, frá 11 til 18. Breytingin á vinnutilhögun forsetans er sögð hafa verið gerð til rýma til fyrir sjónvarpsáhorf hans og Twitter-venjur. Tíminn sem hann ver í það er kallaður „framkvæmdatími“ í dagskrá hans. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að framkvæmdatímann nýti Trump fyrst og fremst í að horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta einn í íbúð sinni. Þannig sé tíminn frá 8 til 11 alla morgna lagður undir „framkvæmdatíma“. Eftir það mæti Trump á forsetaskrifstofuna fyrir fyrsta fund dagsins. Til samanburðar nefnir Axios að George Bush yngri hafi yfirleitt verið mættur á skrifstofuna kl. 6:45 á morgnana. Barack Obama hafi yfirleitt byrjað á líkamsrækt áður en hann mætti á milli níu og tíu.Segir forsetann einn þann vinnusamasta sem hún hefur séðAxios segir að vinnudagar Trump hafi verið lengri fyrst eftir að hann tók við embætti í fyrra. Dagskráin hafi byrjað fyrr en endað seinna. Forsetinn hafi hins vegar kunnað illa við svo langa dagskrá og ýtt á eftir því að dagskráin byrjaði seinna á daginn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump verji morgnunum að hluta til í íbúð sinni og að hluta til á skrifstofunni en hann eigi reglulega símtöl við starfslið sitt, þingmenn, ráðherra og erlenda leiðtoga. Sjálf segir hún að Trump sé einn vinnusamasti maður sem hún hafi nokkru sinni séð. Blaðamenn hafi margoft óskað þess að forsetinn hægði á sér því þeir ættu erfitt með að halda í við hann.
Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira