Heimsmetið féll en annars fátt jákvætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur hefur skorað 1.798 mörk fyrir íslenska landsliðið síðan hann byrjaði að spila með því síðla árs 1999. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt. EM 2018 í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti