Farþegar óttuðust um líf sitt þegar skemmtiferðaskipi var siglt inn í miðjan storm Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2018 22:43 Skemmtiferðaskiptið Norwegian Breakaway. Vísir/Getty Áhöfn skemmtiferðaskips lét storminn sem hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna ekki stöðva sig. Skipið heitir Norwegian Breakaway og er í eigu bandaríska fyrirtækisins Norwegian Cruise Line Holdings. Farþegar skipsins fengu að upplifa mikinn öldugang og brjálað veður í nokkra daga á meðan skipið var á leiðinni til New York borgar í Bandaríkjunum frá Bahamaeyjunum. Einn farþeganna sagði í samtali við fréttastofu CBS að veran í skipinu á meðan þessu stóð hefði verið martröð líkast. „Ég hélt ég yrði aldrei í þeim aðstæðum að geta sagt að þetta væri hræðilegasta stund lífsins. Þetta var hins vegar versta stund lífs míns,“ sagði Karoline Ross.Hún sagði að skipinu hefði verið siglt beinustu leið inn í storminn síðastliðinn þriðjudag og tóku þá við tveir af verstu dögum lífs hennar þar sem ölduhæðin náði allt að rúmum níu metrum. „Þegar þú ert í skipi úti á miðju hafi og vatnið flæðir niður stigann hugsar þú með þér að þetta eigi ekki eftir að enda vel. Herbergið okkar var fullt af vatni og það lak niður lyftustokka.“ Annar farþegi sagðist aldrei aftur ætla um borð í skip eftir þessa ferð „Ég er í algjöru áfalli,“ sagði Emma Franzee við CBS þegar hún komst í land í New York síðastliðinn föstudag. „Í hreinskilni sagt hélt ég að við myndum ekki hafa þetta af,“ sagði Conor Vogt sem var farþegi í skipinu.CBS spurði forsvarsmenn Norwegian Cruise Line hvers vegna var ákveðið að sigla inn í storminn þegar ljóst var í hvað stefndi. Tilkynning barst frá fyrirtækinu þar sem því var haldið fram að veðrið hefði reynst mun verra en spáð hafði verið. Hvorki áhöfn né farþegar hefðu þó verið í hættu á meðan því stóð.Á vef Mashabel er greint frá því að veðurfræðingar stigu margir hverjir fram á samfélagsmiðlum í ljósi tilkynningar fyrirtækisins og bentu á að spárnar hefðu gengið eftir og að skipið hefði aldrei átt að vera á þessum slóðum. Farþegarnir hrósuðu margir hverjir áhöfninni fyrir vel unnin störf en vildu þó meina að skipstjórinn hefði mátt vera duglegri að veita þeim upplýsingar."Scariest moment of my life": Cruise ship rides through fierce winter storm https://t.co/fjYFSBaTBE— Christina Mendez (@christinamendez) January 6, 2018 This is the winter storm that the captain of the @cruisenorwegian #Breakaway sent us right into! It must have been very important for #NCLbreakaway to get back to port to pick up more money, I mean passengers. https://t.co/OOucW7JRzv— Mary Lou Harrison (@RotarianMaryLou) January 6, 2018 #NCLbreakaway still fighting the good fight against these wild #BOMBCYLONE winds. Both kids are sea sick now...I am on barf duties tonight. Jeez. pic.twitter.com/qqGRFCmGvK— Christina Mendez (@christinamendez) January 5, 2018 Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York ríki Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið í fimbulkulda og snjóbyl sem herjað hefur á austurströnd Bandaríkjanna í dag. 4. janúar 2018 19:45 Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Áhöfn skemmtiferðaskips lét storminn sem hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna ekki stöðva sig. Skipið heitir Norwegian Breakaway og er í eigu bandaríska fyrirtækisins Norwegian Cruise Line Holdings. Farþegar skipsins fengu að upplifa mikinn öldugang og brjálað veður í nokkra daga á meðan skipið var á leiðinni til New York borgar í Bandaríkjunum frá Bahamaeyjunum. Einn farþeganna sagði í samtali við fréttastofu CBS að veran í skipinu á meðan þessu stóð hefði verið martröð líkast. „Ég hélt ég yrði aldrei í þeim aðstæðum að geta sagt að þetta væri hræðilegasta stund lífsins. Þetta var hins vegar versta stund lífs míns,“ sagði Karoline Ross.Hún sagði að skipinu hefði verið siglt beinustu leið inn í storminn síðastliðinn þriðjudag og tóku þá við tveir af verstu dögum lífs hennar þar sem ölduhæðin náði allt að rúmum níu metrum. „Þegar þú ert í skipi úti á miðju hafi og vatnið flæðir niður stigann hugsar þú með þér að þetta eigi ekki eftir að enda vel. Herbergið okkar var fullt af vatni og það lak niður lyftustokka.“ Annar farþegi sagðist aldrei aftur ætla um borð í skip eftir þessa ferð „Ég er í algjöru áfalli,“ sagði Emma Franzee við CBS þegar hún komst í land í New York síðastliðinn föstudag. „Í hreinskilni sagt hélt ég að við myndum ekki hafa þetta af,“ sagði Conor Vogt sem var farþegi í skipinu.CBS spurði forsvarsmenn Norwegian Cruise Line hvers vegna var ákveðið að sigla inn í storminn þegar ljóst var í hvað stefndi. Tilkynning barst frá fyrirtækinu þar sem því var haldið fram að veðrið hefði reynst mun verra en spáð hafði verið. Hvorki áhöfn né farþegar hefðu þó verið í hættu á meðan því stóð.Á vef Mashabel er greint frá því að veðurfræðingar stigu margir hverjir fram á samfélagsmiðlum í ljósi tilkynningar fyrirtækisins og bentu á að spárnar hefðu gengið eftir og að skipið hefði aldrei átt að vera á þessum slóðum. Farþegarnir hrósuðu margir hverjir áhöfninni fyrir vel unnin störf en vildu þó meina að skipstjórinn hefði mátt vera duglegri að veita þeim upplýsingar."Scariest moment of my life": Cruise ship rides through fierce winter storm https://t.co/fjYFSBaTBE— Christina Mendez (@christinamendez) January 6, 2018 This is the winter storm that the captain of the @cruisenorwegian #Breakaway sent us right into! It must have been very important for #NCLbreakaway to get back to port to pick up more money, I mean passengers. https://t.co/OOucW7JRzv— Mary Lou Harrison (@RotarianMaryLou) January 6, 2018 #NCLbreakaway still fighting the good fight against these wild #BOMBCYLONE winds. Both kids are sea sick now...I am on barf duties tonight. Jeez. pic.twitter.com/qqGRFCmGvK— Christina Mendez (@christinamendez) January 5, 2018
Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York ríki Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið í fimbulkulda og snjóbyl sem herjað hefur á austurströnd Bandaríkjanna í dag. 4. janúar 2018 19:45 Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í New York ríki Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið í fimbulkulda og snjóbyl sem herjað hefur á austurströnd Bandaríkjanna í dag. 4. janúar 2018 19:45
Kuldamet slegin á austurströnd Bandaríkjanna Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost í gær. 6. janúar 2018 10:32