Tekst Fálkunum að stöðva sóknarvél Hrútanna? | Úrslitakeppni NFL hefst á Stöð 2 Sport Magnús Ellert Bjarnason skrifar 6. janúar 2018 20:30 Það hefur fáum tekist að stöðva Gurley á þessu tímabili, hér skilur hann Titans vörnina eftir. Vísir/getty Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers. NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjá meira
Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjá meira