Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 30-21 | Aldrei möguleiki gegn Þjóðverjum Benedikt Grétarsson skrifar 7. janúar 2018 14:45 Aron Pálmarsson. Vísir/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði öðru sinni gegn Evrópumeisturum Þýskalands, 30-21 þegar liðin mættust í vináttulandsleik í Ulm í dag. Staðan í hálfleik var 13-8, Þjóðverjum i vil. Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk en markverðir liðsins vörðu aðeins sjö skot í leiknum. Stærsta fréttin varðandi þennan leik er sú staðreynd að Guðjón Valur Sigurðsson er orðinn markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Guðjón skoraði tvö mörk í leiknum og það þýðir að fyrirliðinn skaust upp yfir Ungverjann Peter Kovacs í fyrsta sæti listans. Frábær árangur hjá frábærum íþróttamanni. Fyrri hálfleikur virtist vera að stefna í endurtekningu leiksins á föstudaginn. Þjóðverjar höfðu frumkvæðið en strákarnir voru þó ekki langt undan. Evrópumeistararnir settu þá í þriðja gír, lokuðu vörninni og náðu ágætu forskoti. Sókn Íslands var í miklu basli en innkoma Ýmis Gíslasonar í 5-1 vörnina var jákvæð. Að fá á sig 13 mörk gegn Þýskalandi í einum hálfleik er alls ekki slæmt en sóknarleikurinn náði aldrei neinu flæði í fjarveru Arons Pálmarssonar sem er lítillega meiddur. Meiðsli Arons mun ekki vera alvarleg og hann verður klár fyrir fyrsta leik á EM 12. Janúar. Fimm marka forysta Þjóðverja breyttist fljótlega í átta marka forystu og um miðjan seinni hálfleik voru Evrópumeistararnir komnir 10 mörkum yfir. Það var alveg sama hvað Geir Sveinsson og strákarnir reyndu sóknarlega, ekkert gekk upp. Níu marka tap staðreynd og ansi mörg spurningarmerki sem koma upp á yfirborðið eftir þessa tvo leiki. Persónulega held ég að þetta sé einfaldlega munurinn á þessum liðum í augnablikinu. Þjóðverjar eru með leikmenn sem eru að spila í toppklúbbum á meðan Ísland teflir fram tveimur heimsklassa leikmönnum og menn sem ekki spila á hæsta leveli. Það voru margir sem efuðust um ákvörðun Geirs Sveinssonar að velja Arnór Atlason í hópinn og miðað við innkomu hans í þessum leik, virðist lítið eftir á bensíntankinum. Arnór hefur þó oft stigið upp þegar menn eru búnir að afskrifa hann og sú verður vonandi raunin á EM. Einnig finnst mér furðulegt að taka Óðinn Þór Ríkharðsson með í þessa leiki og gefa honum síðan ekki eina sekúndu inni á vellinum. Væri ekki kjörið að leyfa honum að spila í 5-6 mínútur í leik sem er gjörtapaður og skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli? Spyr sá sem ekki veit.Af hverju vann Þýskaland leikinn? Þjóðverjar stóðu vörnina vel nánast allan leikinn og íslensku strákarnir komust ekki mikið áleiðis gagnvart þýsku tröllunum. Fjarvera Arons Pálmarssonar verður líka að teljast stór ástæða þess að Þjóðverjar unnu þennan leik. Evrópumeistararnir eru einfaldlega betri en íslenska liðið og að besti maður Íslands sé ekki með, setur hlutina í allt annað samhengi.Hverjir stóðu upp úr? Annan leikinn í röð, stóð línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson upp úr í íslenska liðinu. Það eru frábærar fréttir að landsliðið sé að eignast stóran og sterkan línumann sem skilar góðri vinnu á báðum endum vallarsins. Ólafur Guðmundsson má eiga það að hann hættir ekki að reyna og Ágúst gerði vel í að verja tvö vítaköst og tvö dauðafæri frá Uwe Gensheimer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var eiginlega hörmulegur allan leikinn. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar fóru að leyfa minni spámönnum að spila, að mörkin fóru að koma hratt og örugglega. Íslenska liðið skoraði aðeins 14 mörk á fystu 50 mínútum leiksins og það segir eiginlega allt sem segja þarf. Þetta verður að batna fyrir EM, annars verður janúar svartur.Hvað gerist næst? Nú tekur alvaran við. Ísland leikur opnunarleik EM 12, janúar gegn Svíþjóð og ef menn verða ekki á tánum, fer illa gegn frændum vorum. Strákarnir hafa margoft sýnt okkur að þeir geta stigið upp þegar fáir hafa trú á liðinu og við verðum að vona að sú verði raunin í Króatíu. Varúðarbjöllurnar klingja þó ansi hátt í eyrum eftir þessa tvo leiki gegn Þýskalandi. EM 2018 í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði öðru sinni gegn Evrópumeisturum Þýskalands, 30-21 þegar liðin mættust í vináttulandsleik í Ulm í dag. Staðan í hálfleik var 13-8, Þjóðverjum i vil. Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk en markverðir liðsins vörðu aðeins sjö skot í leiknum. Stærsta fréttin varðandi þennan leik er sú staðreynd að Guðjón Valur Sigurðsson er orðinn markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Guðjón skoraði tvö mörk í leiknum og það þýðir að fyrirliðinn skaust upp yfir Ungverjann Peter Kovacs í fyrsta sæti listans. Frábær árangur hjá frábærum íþróttamanni. Fyrri hálfleikur virtist vera að stefna í endurtekningu leiksins á föstudaginn. Þjóðverjar höfðu frumkvæðið en strákarnir voru þó ekki langt undan. Evrópumeistararnir settu þá í þriðja gír, lokuðu vörninni og náðu ágætu forskoti. Sókn Íslands var í miklu basli en innkoma Ýmis Gíslasonar í 5-1 vörnina var jákvæð. Að fá á sig 13 mörk gegn Þýskalandi í einum hálfleik er alls ekki slæmt en sóknarleikurinn náði aldrei neinu flæði í fjarveru Arons Pálmarssonar sem er lítillega meiddur. Meiðsli Arons mun ekki vera alvarleg og hann verður klár fyrir fyrsta leik á EM 12. Janúar. Fimm marka forysta Þjóðverja breyttist fljótlega í átta marka forystu og um miðjan seinni hálfleik voru Evrópumeistararnir komnir 10 mörkum yfir. Það var alveg sama hvað Geir Sveinsson og strákarnir reyndu sóknarlega, ekkert gekk upp. Níu marka tap staðreynd og ansi mörg spurningarmerki sem koma upp á yfirborðið eftir þessa tvo leiki. Persónulega held ég að þetta sé einfaldlega munurinn á þessum liðum í augnablikinu. Þjóðverjar eru með leikmenn sem eru að spila í toppklúbbum á meðan Ísland teflir fram tveimur heimsklassa leikmönnum og menn sem ekki spila á hæsta leveli. Það voru margir sem efuðust um ákvörðun Geirs Sveinssonar að velja Arnór Atlason í hópinn og miðað við innkomu hans í þessum leik, virðist lítið eftir á bensíntankinum. Arnór hefur þó oft stigið upp þegar menn eru búnir að afskrifa hann og sú verður vonandi raunin á EM. Einnig finnst mér furðulegt að taka Óðinn Þór Ríkharðsson með í þessa leiki og gefa honum síðan ekki eina sekúndu inni á vellinum. Væri ekki kjörið að leyfa honum að spila í 5-6 mínútur í leik sem er gjörtapaður og skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli? Spyr sá sem ekki veit.Af hverju vann Þýskaland leikinn? Þjóðverjar stóðu vörnina vel nánast allan leikinn og íslensku strákarnir komust ekki mikið áleiðis gagnvart þýsku tröllunum. Fjarvera Arons Pálmarssonar verður líka að teljast stór ástæða þess að Þjóðverjar unnu þennan leik. Evrópumeistararnir eru einfaldlega betri en íslenska liðið og að besti maður Íslands sé ekki með, setur hlutina í allt annað samhengi.Hverjir stóðu upp úr? Annan leikinn í röð, stóð línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson upp úr í íslenska liðinu. Það eru frábærar fréttir að landsliðið sé að eignast stóran og sterkan línumann sem skilar góðri vinnu á báðum endum vallarsins. Ólafur Guðmundsson má eiga það að hann hættir ekki að reyna og Ágúst gerði vel í að verja tvö vítaköst og tvö dauðafæri frá Uwe Gensheimer.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var eiginlega hörmulegur allan leikinn. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar fóru að leyfa minni spámönnum að spila, að mörkin fóru að koma hratt og örugglega. Íslenska liðið skoraði aðeins 14 mörk á fystu 50 mínútum leiksins og það segir eiginlega allt sem segja þarf. Þetta verður að batna fyrir EM, annars verður janúar svartur.Hvað gerist næst? Nú tekur alvaran við. Ísland leikur opnunarleik EM 12, janúar gegn Svíþjóð og ef menn verða ekki á tánum, fer illa gegn frændum vorum. Strákarnir hafa margoft sýnt okkur að þeir geta stigið upp þegar fáir hafa trú á liðinu og við verðum að vona að sú verði raunin í Króatíu. Varúðarbjöllurnar klingja þó ansi hátt í eyrum eftir þessa tvo leiki gegn Þýskalandi.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti