Ábendingar um að Icelandair hafi ekki að fullu farið eftir verkferlum í verkfalli flugvirkja Gissur Sigurðsson skrifar 5. janúar 2018 14:04 Umtalsverðar tafir mynduðust á Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Vísir/Vilhelm Samgöngustofu hefur borist þrjár ábendingar um að Icelandair hafi ekki farið að fullu að viðurkenndum verkferlum við afgreiðslu flugvéla frá Keflavík í verkfalli flugvirkja í síðasta mánuði.Fréttatablaðið greindi frá því á meðan verkfall flugvirkja stóð yfir að grunur hafi leikið á að verkfallsbrot hafi verið framin og að skoðað yrði hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Samgöngustofa hefur þegar kannað alvarleika þeirra ábendinga sem hún hefir móttekið en sú spurning vaknar hvort þær voru alvarlegs eðlis og varði hugsanlega flugöryggi? „Nei, í fyrsta lagi eru þetta mjög óljósar meldingar sem hafa komið til Samgöngustofu og engar þeirra á neinn hátt tengdar öryggisþáttum sem bregðast þyrfti við. Samgöngustofa fer yfir allar ábendingar sem koma, hvort sem þær eru nafnlausar, varðandi hvaða flugrekanda sem er og eftir atvikum er slíkt bara tekið upp í næstu reglubundinni úttekt á öryggismálum hjá viðkomandi flugrekstaraðila. Þannig að það er ekkert sem komið hefur sem fram sem bendir til þess að eitthvað sé ábótavant við öryggi flugfarþega,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVAAðspurður hvort þær ábendingar sem borist hafa vörðuðu einhvers konar hliðrun á verklagsreglum sagði Þórólfur að Samgöngustofa treystu íslensku flugrekendunum mjög vel. Farþegar þurfi ekki að óttast öryggi sitt. „Innri verklagsreglur flugrekandana eru alltaf besta öryggisvörnin og við treystum flugrekendunum íslensku mjög vel. Þeir hafa tekist mjög vel á við aukinn vöxt í sinni starfsemi. Þeirra eftirlitskerfi eru mjög örugg og sterk. Okkar eftirlit er fyrst og fremst að fara yfir það með flugrekendunum hverjir gætu verið áhættuþættirnir í þeirra rekstri og við treystum flugrekendunum mjög vel sem hafa staðið sig vel í öryggismálum. Íslenskir flugfarþegar þurfa ekki að óttast öryggi sitt í öruggasta flugflota sem að við höfum nokkurn tíma geta sýnt fram á hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur.Verkfall flugvirkja Icelandair hófst 17. desember síðastliðinn en lauk tveimur dögum síðar þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga. Verkfallið hafði mikil áhrif á flugáætlun Icelandair sem þurfti að fresta tugum flugferða vegna verkfallsins. Fréttir af flugi Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samgöngustofu hefur borist þrjár ábendingar um að Icelandair hafi ekki farið að fullu að viðurkenndum verkferlum við afgreiðslu flugvéla frá Keflavík í verkfalli flugvirkja í síðasta mánuði.Fréttatablaðið greindi frá því á meðan verkfall flugvirkja stóð yfir að grunur hafi leikið á að verkfallsbrot hafi verið framin og að skoðað yrði hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Samgöngustofa hefur þegar kannað alvarleika þeirra ábendinga sem hún hefir móttekið en sú spurning vaknar hvort þær voru alvarlegs eðlis og varði hugsanlega flugöryggi? „Nei, í fyrsta lagi eru þetta mjög óljósar meldingar sem hafa komið til Samgöngustofu og engar þeirra á neinn hátt tengdar öryggisþáttum sem bregðast þyrfti við. Samgöngustofa fer yfir allar ábendingar sem koma, hvort sem þær eru nafnlausar, varðandi hvaða flugrekanda sem er og eftir atvikum er slíkt bara tekið upp í næstu reglubundinni úttekt á öryggismálum hjá viðkomandi flugrekstaraðila. Þannig að það er ekkert sem komið hefur sem fram sem bendir til þess að eitthvað sé ábótavant við öryggi flugfarþega,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVAAðspurður hvort þær ábendingar sem borist hafa vörðuðu einhvers konar hliðrun á verklagsreglum sagði Þórólfur að Samgöngustofa treystu íslensku flugrekendunum mjög vel. Farþegar þurfi ekki að óttast öryggi sitt. „Innri verklagsreglur flugrekandana eru alltaf besta öryggisvörnin og við treystum flugrekendunum íslensku mjög vel. Þeir hafa tekist mjög vel á við aukinn vöxt í sinni starfsemi. Þeirra eftirlitskerfi eru mjög örugg og sterk. Okkar eftirlit er fyrst og fremst að fara yfir það með flugrekendunum hverjir gætu verið áhættuþættirnir í þeirra rekstri og við treystum flugrekendunum mjög vel sem hafa staðið sig vel í öryggismálum. Íslenskir flugfarþegar þurfa ekki að óttast öryggi sitt í öruggasta flugflota sem að við höfum nokkurn tíma geta sýnt fram á hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur.Verkfall flugvirkja Icelandair hófst 17. desember síðastliðinn en lauk tveimur dögum síðar þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga. Verkfallið hafði mikil áhrif á flugáætlun Icelandair sem þurfti að fresta tugum flugferða vegna verkfallsins.
Fréttir af flugi Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41
Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51