Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2018 22:30 Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“ Neytendur Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Íslendingar eru orðnir meðvitaðri neytendur ef marka má fjölda ábendinga sem berast Neytendastofu í kringum útsölur. Algengustu kvartanirnar snúa að röngu fyrra verði þannig að afsláttur sé látinn líta út fyrir að vera meiri en hann er. Skýr lög gilda um útsölur verslana. Eingöngu er heimilt að auglýsa útsölu ef um raunverulega verðlækkun er að ræða á upphaflegu verði og þarf upphaflegt verð að koma greinilega fram á verðmerkingu. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og þeir geti áttað sig á verðmuninum.Neytendur meðvitaðir um sín réttindi„Helstu ábendingarnar sem við fáum frá neytendum snúa að fyrra verði. Þar sem fólk hefur verið að fylgjast með einhverjum tilteknum vörum í svolítið langan tíma og velta fyrir sér hvort það á að kaupa hana og veit þá hvert verðið var áður en útsalan byrjaði, og hefur athugasemdir við það sem er tilgreint sem fyrra verð á útsölunni,“ segir Matthildur Sveinsdóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu. Neytendastofa getur farið fram á það við fyrirtæki að sanna að varan hafi sannarlega verið seld á fyrra verði en hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það á útsölu brýtur það í bága við ákvæði lagagreinarinnar. Matthildur segir neytendur á Íslandi vera meðvitaðri nú en áður um réttindi sín. „Við fáum fleiri ábendingar og fleiri ábendingar sem við sjáum að standist rök þannig að í fleiri tilvikum erum við að skoða málin.“Útsölur fara vel af stað Útsölur hófust í vikunni og segja kaupmenn Íslendinga duglega að nýta sér góð tilboð. Margir hafa lagt leið sína á útsölur síðustu daga og var margmenni í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni í kvöld þar sem opið var til klukkan níu. „Það er ákveðin stemning sem fer í gang þegar við opnum 2. janúar og hefjum kraftmikla útsölu. Þrátt fyrir kraftmikla jólasölu eru útsölurnar ekkert síðri og fara mjög vel af stað,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar. Hún neitaði því ekki að þetta minni örlítið á árið 2007. „Samt finnst mér fólk vera meðvitaðra og íhuga kaupin betur.“
Neytendur Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira