Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 10:34 Steve Bannon var aðalráðgjafi Trump en yfirgaf Hvíta húsið í ágúst. Hann hefur síðan einbeitt sér að því að reyna að færa Repúblikanaflokkinn út á þjóðernispopúlískar brautir. Vísir/AFP Lögmaður Hvíta hússins hefur sent Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, bréf þar sem honum er hótað málsókn fyrir að brjóta ákvæði um þagmælsku sem hann skrifaði undir þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Tilefnið er ummæli sem höfð eru eftir Bannon í nýrri bók. Bók Michaels Wolff um vendingar í innsta hring Trump frá kjördegi árið 2016 hefur valdið miklu fjaðrafoki í Washington-borg. Hún byggir á viðtölum við Trump, nánustu bandamenn hans og fjölda viðmælenda þeirra. Ekki síst eru það ummæli sem höfð eru eftir Bannon um að Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, hafi gerst sekur um landráð þegar hann fundaði með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní 2016 sem hafa farið fyrir brjóstið á Trump. Forsetinn brást ævareiður við ummælunum og sakaði Bannon um að hafa „misst vitið“ þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Lögmaður Hvíta hússins sakar Bannon nú um að hafa brotið gegn samningi sínum með því að ræða Trump og fjölskyldu hans við Wolff. Þá sakar hann Bannon um að deila trúnaðarupplýsingum og um ærumeiðingar í garð Trump, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Wolff fullyrðir meðal annars í bók sinni að Trump hafi ekki ætlað sér að verða forseti heldur nýta framboðið til að koma sér á framfæri og efnast á því. Það hafi verið honum áfall í fyrstu að vera kjörinn. Þá er forsetanum lýst sem aðeins „hálflæsum“ þar sem hann sé ekki fær um að lesa eða skilja kynningar ráðgjafa sinna á mikilvægum málefnum. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Lögmaður Hvíta hússins hefur sent Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, bréf þar sem honum er hótað málsókn fyrir að brjóta ákvæði um þagmælsku sem hann skrifaði undir þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Tilefnið er ummæli sem höfð eru eftir Bannon í nýrri bók. Bók Michaels Wolff um vendingar í innsta hring Trump frá kjördegi árið 2016 hefur valdið miklu fjaðrafoki í Washington-borg. Hún byggir á viðtölum við Trump, nánustu bandamenn hans og fjölda viðmælenda þeirra. Ekki síst eru það ummæli sem höfð eru eftir Bannon um að Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, hafi gerst sekur um landráð þegar hann fundaði með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní 2016 sem hafa farið fyrir brjóstið á Trump. Forsetinn brást ævareiður við ummælunum og sakaði Bannon um að hafa „misst vitið“ þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Lögmaður Hvíta hússins sakar Bannon nú um að hafa brotið gegn samningi sínum með því að ræða Trump og fjölskyldu hans við Wolff. Þá sakar hann Bannon um að deila trúnaðarupplýsingum og um ærumeiðingar í garð Trump, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Wolff fullyrðir meðal annars í bók sinni að Trump hafi ekki ætlað sér að verða forseti heldur nýta framboðið til að koma sér á framfæri og efnast á því. Það hafi verið honum áfall í fyrstu að vera kjörinn. Þá er forsetanum lýst sem aðeins „hálflæsum“ þar sem hann sé ekki fær um að lesa eða skilja kynningar ráðgjafa sinna á mikilvægum málefnum.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52