FBI með mál íslensks forstjóra á borði sínu eftir flugferð til LA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. janúar 2018 08:45 Þorvaldur var handtekinn við komuna til Los Angeles og er málið á borði alríkislögreglunnar. VÍSIR/STEINGRÍMUR „Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
„Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira