Vegferðin á EM í Króatíu hófst á stórsigri í Höllinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson frétti það ekki fyrr en í hádeginu í gær að hann ætti að spila við Japan um kvöldið. Óðinn skoraði sex mörk í seinni hálfleik og fer líklega með til Þýskalands vegna veikinda í íslenska hópnum en Rúnar Kárason gat heldur ekki spilað í gær. Hér skorar Óðinn í leiknum í gær. Vísir/Eyþór Handboltalandsliðið kvaddi Klakann með risasigri á Japan, 42-25, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti og eini leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM í Króatíu. Strákarnir okkar halda nú til Þýskalands þar sem þeir spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn áður en farið verður til Króatíu.Ekki sterkur andstæðingur Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn ekki sterkur. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar voru mjög óagaðir í fyrri hálfleik, spiluðu stuttar sóknir og tóku slök skot sem Björgvin Páll Gústavsson áttu ekki í miklum vandræðum með að verja. Hann var í miklum ham í fyrri hálfleik og var með um 60% hlutfallsmarkvörslu. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var samt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði átta mörk, einu marki meira en allt japanska liðið. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö mörk. Allir útileikmenn Íslands nema tveir komust á blað í leiknum í gær.Óðinn minnti á sig Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði seinni hálfleikinn í hægra horninu og skoraði sex mörk. FH-ingurinn kom inn í íslenska liðið í stað Ómars Inga Magnússonar sem var veikur. Rúnar Kárason spilaði heldur ekki vegna veikinda. Svo gæti farið að Óðinn færi með íslenska liðið út til Þýskalands í ljósi veikinda Ómars Inga og Rúnars. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkur í fyrri hálfleik og sóknin gekk smurt. Í raun var yfir fáu að kvarta. Í seinni hálfleik datt vörnin full mikið niður og Japanir áttu greiðari leið að íslenska markinu. Þeir skoruðu 18 mörk í seinni hálfleiknum en aðeins sjö í þeim fyrri. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í markinu í seinni hálfleik og varði 10 skot.Geir Sveinsson talar hér við strákana sína í Höllinni í gær. Vísir/EyþórGat prófað hluti „Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði Geir Sveinsson. „Dampurinn datt úr vörninni í seinni hálfleik en það var spurning um hugarfar, að halda einbeitingu. En almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“ Geir kveðst ánægður með íslenska hópinn, hvernig undirbúningurinn fyrir EM hefur gengið og margt í leiknum í gær. „Ég er mjög ánægður með innkomu manna. Það munar auðvitað um að menn séu frískir og í góðu standi. Menn lögðu sig fram og keyrðu á þetta eins og við ætluðum að gera. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, Bjöggi var frábær í markinu og ekkert yfir því að kvarta,“ sagði Geir. Leikirnir gegn Evrópumeisturum Þýskalands verða miklu erfiðari en leikurinn í gær og gefa betri vísbendingu um hvar íslenska liðið er statt fyrir átökin í Króatíu. „Það er mjög gaman að spila í Þýskalandi. Þetta er alvöru bolti; kraftur og hraði og við þurfum að gíra okkur virkilega vel upp fyrir það,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Sjá meira
Handboltalandsliðið kvaddi Klakann með risasigri á Japan, 42-25, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti og eini leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM í Króatíu. Strákarnir okkar halda nú til Þýskalands þar sem þeir spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn áður en farið verður til Króatíu.Ekki sterkur andstæðingur Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn ekki sterkur. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar voru mjög óagaðir í fyrri hálfleik, spiluðu stuttar sóknir og tóku slök skot sem Björgvin Páll Gústavsson áttu ekki í miklum vandræðum með að verja. Hann var í miklum ham í fyrri hálfleik og var með um 60% hlutfallsmarkvörslu. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var samt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði átta mörk, einu marki meira en allt japanska liðið. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö mörk. Allir útileikmenn Íslands nema tveir komust á blað í leiknum í gær.Óðinn minnti á sig Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði seinni hálfleikinn í hægra horninu og skoraði sex mörk. FH-ingurinn kom inn í íslenska liðið í stað Ómars Inga Magnússonar sem var veikur. Rúnar Kárason spilaði heldur ekki vegna veikinda. Svo gæti farið að Óðinn færi með íslenska liðið út til Þýskalands í ljósi veikinda Ómars Inga og Rúnars. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkur í fyrri hálfleik og sóknin gekk smurt. Í raun var yfir fáu að kvarta. Í seinni hálfleik datt vörnin full mikið niður og Japanir áttu greiðari leið að íslenska markinu. Þeir skoruðu 18 mörk í seinni hálfleiknum en aðeins sjö í þeim fyrri. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í markinu í seinni hálfleik og varði 10 skot.Geir Sveinsson talar hér við strákana sína í Höllinni í gær. Vísir/EyþórGat prófað hluti „Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði Geir Sveinsson. „Dampurinn datt úr vörninni í seinni hálfleik en það var spurning um hugarfar, að halda einbeitingu. En almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“ Geir kveðst ánægður með íslenska hópinn, hvernig undirbúningurinn fyrir EM hefur gengið og margt í leiknum í gær. „Ég er mjög ánægður með innkomu manna. Það munar auðvitað um að menn séu frískir og í góðu standi. Menn lögðu sig fram og keyrðu á þetta eins og við ætluðum að gera. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, Bjöggi var frábær í markinu og ekkert yfir því að kvarta,“ sagði Geir. Leikirnir gegn Evrópumeisturum Þýskalands verða miklu erfiðari en leikurinn í gær og gefa betri vísbendingu um hvar íslenska liðið er statt fyrir átökin í Króatíu. „Það er mjög gaman að spila í Þýskalandi. Þetta er alvöru bolti; kraftur og hraði og við þurfum að gíra okkur virkilega vel upp fyrir það,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Sjá meira