Viðskipti erlent

Námsmenn í Kaupmannahöfn flytja í gáma

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Skortur er á húsnæði fyrir námsmenn í Danmörku.
Skortur er á húsnæði fyrir námsmenn í Danmörku. vísir/getty
Nær 2.300 sóttu um að fá að búa í gámum sem reistir hafa verið fyrir námsmenn í Kaupmannahöfn. Alls eru 84 íbúðir í gámunum og er hver þeirra 20 fm. Mánaðarleigan er 3.850 danskar krónur eða um 64.680 íslenskar krónur. Hverri íbúð fylgir gróðurhús til að menn geti ræktað eigið grænmeti. Stórt sameiginlegt húsnæði verður reist fyrir íbúana.

Stefnt er að því reisa allt að 2.000 nýjar flytjanlegar námsmannaíbúðir í Kaupmannahöfn fyrir árið 2021. Heimild er fyrir því að bráðabirgðaíbúðir fyrir ungt fólk geti staðið á svæðum í 10 ár þar sem byggð hefur ekki verið skipulögð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×