Opna nýjar stöðvar í líkamsræktaræði Baldur Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Að sögn Björns í World Class hefur korthöfum fjölgað um 20 prósent tvö ár í röð. Hann stefnir á opnun 15. stöðvarinnar. vísir/andri marinó Tvær stærstu líkamsræktarkeðjur landsins áforma að opna nýjar stöðvar fyrir haustið. Forsvarsmönnum þeirra ber saman um að mikill uppgangur sé í geiranum og að korthöfum fjölgi ár frá ári. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að undanfarin tvö ár hafi fjölgun korthafa numið 20 prósentum, hvort ár. World Class tók um áramótin við rekstri Átaks-stöðvanna á Akureyri. Í haust stendur til að taka í notkun nýja stöð sem verið er að byggja á Völlunum í Hafnarfirði. Um verður að ræða fimmtándu World Class-stöðina en hún verður um 2.200 fermetrar. Þá segir Björn á teikniborðinu að byggja við stöðina í Mosfellsbæ. „Það er allt að gerast,“ segir hann. Björn rekur þessa aukningu til nokkurra þátta. Hann bendir á að fólki fjölgi hratt á höfuðborgarsvæðinu. Önnur ástæða sé sú að á hverju ári bætist við kúnnahópinn heill árgangur af ungu fólki sem hreyfi sig. Þá gengur fólk síður úr skaftinu fyrir aldurs sakir. „Þegar ég var að byrja, fyrir 33 árum, voru þeir ekki eldri en þrítugir sem stunduðu þetta. Nú er svo komið að hjá mér er töluvert af fólki sem er komið yfir áttrætt.“ Hann segir aðsóknina í heita sali sífellt að aukast og að salir hitaðir með innrauðum geislum hafi notið sérstakra vinsælda. Tveir slíkir salir séu með þannig búnaði í Faxafeni, þar sem Reebok opnaði stöð í nóvember og að slíkur salur verði einnig í Lambhaga. „Þetta er ekki eins og að labba inn í sjóðandi gufubað, heldur gengur þú inn í þægilegan hita. Þú finnur fyrir hitanum eins og þú sætir í sólbaði,“ útskýrir hann. Líkamsræktarkort í World Class kostar 6.840 krónur á mánuði en viðskiptavinurinn er þá bundinn í tvo mánuði. Það gera ríflega 82 þúsund krónur á ári. Innifalinn er aðgangur að öllum stöðvum World Class og sex sundlaugum. Námsmenn fá betri kjör, gegn framvísun skólakorts. Tólf mánaða áskrift að líkamsræktarstöðvum Reebok, og þremur sundlaugum, kostar 5.840 krónur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur á ári. Hægt er að kaupa áskrift án bindingar fyrir 6.540 krónur á mánuði, eða um 78 þúsund krónur. Báðar stöðvar bjóða upp á fjölbreytt úrval opinna tíma fyrir korthafa. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Tvær stærstu líkamsræktarkeðjur landsins áforma að opna nýjar stöðvar fyrir haustið. Forsvarsmönnum þeirra ber saman um að mikill uppgangur sé í geiranum og að korthöfum fjölgi ár frá ári. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að undanfarin tvö ár hafi fjölgun korthafa numið 20 prósentum, hvort ár. World Class tók um áramótin við rekstri Átaks-stöðvanna á Akureyri. Í haust stendur til að taka í notkun nýja stöð sem verið er að byggja á Völlunum í Hafnarfirði. Um verður að ræða fimmtándu World Class-stöðina en hún verður um 2.200 fermetrar. Þá segir Björn á teikniborðinu að byggja við stöðina í Mosfellsbæ. „Það er allt að gerast,“ segir hann. Björn rekur þessa aukningu til nokkurra þátta. Hann bendir á að fólki fjölgi hratt á höfuðborgarsvæðinu. Önnur ástæða sé sú að á hverju ári bætist við kúnnahópinn heill árgangur af ungu fólki sem hreyfi sig. Þá gengur fólk síður úr skaftinu fyrir aldurs sakir. „Þegar ég var að byrja, fyrir 33 árum, voru þeir ekki eldri en þrítugir sem stunduðu þetta. Nú er svo komið að hjá mér er töluvert af fólki sem er komið yfir áttrætt.“ Hann segir aðsóknina í heita sali sífellt að aukast og að salir hitaðir með innrauðum geislum hafi notið sérstakra vinsælda. Tveir slíkir salir séu með þannig búnaði í Faxafeni, þar sem Reebok opnaði stöð í nóvember og að slíkur salur verði einnig í Lambhaga. „Þetta er ekki eins og að labba inn í sjóðandi gufubað, heldur gengur þú inn í þægilegan hita. Þú finnur fyrir hitanum eins og þú sætir í sólbaði,“ útskýrir hann. Líkamsræktarkort í World Class kostar 6.840 krónur á mánuði en viðskiptavinurinn er þá bundinn í tvo mánuði. Það gera ríflega 82 þúsund krónur á ári. Innifalinn er aðgangur að öllum stöðvum World Class og sex sundlaugum. Námsmenn fá betri kjör, gegn framvísun skólakorts. Tólf mánaða áskrift að líkamsræktarstöðvum Reebok, og þremur sundlaugum, kostar 5.840 krónur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur á ári. Hægt er að kaupa áskrift án bindingar fyrir 6.540 krónur á mánuði, eða um 78 þúsund krónur. Báðar stöðvar bjóða upp á fjölbreytt úrval opinna tíma fyrir korthafa.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira