Gísli laut í lægra haldi fyrir dönskum banka Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 09:30 Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða Jyske Bank 48.300 danskar krónur. vísir/Anton Brink Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári. Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári.
Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01