Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Ritstjórn skrifar 2. janúar 2018 10:45 Glamour/Getty Það er alltaf skemmtilegt að fara yfir kjólana á rauða dreglinum, og einstaklega mikið að velja úr að þessu sinni. Förum hér yfir eftirminnilegustu kjólana á árinu 2017. Marion Cotillard í glæsilegum pallíettukjól frá Halpern í Cannes. Halpern er nýr breskur hönnuður sem fékk mikið lof og athygli fyrir þennan kjól. Rihanna í Commes Des Garcons á The Met Gala. Það er svo skemmtilegt að horfa á rauða dregilinn á því kvöldi, þar sér maður tísku og frumlegheit. Bella Hadid í Ralph & Russo. Kjóllinn er á milli þess að vera skartgripur, undirföt eða síðkjóll, og vakti hann mikla athygli þegar Bella klæddist honum í Cannes. Gigi Hadid í The Row. Tískufyrirmyndirnar og tvíburarnir Mary-Kate og Ashley Olsen eru eigendur og hönnuðir merkisins The Row, og hefur Mary-Kate sagt að Gigi sé hennar tískufyrirmynd. Stílhreint og glæsilegt dress. Ólétt Natalie Portman í Prada. Þarna geislar hún svo sannarlega á Golden Globe verðlaununum. Lily-Rose Depp í skærbleikum Chanel kjól. Dóttir Johnny Depp er andlit Chanel og velur sér tískuhúsið ávallt fyrir rauða dregilinn. Þessi kjóll er frábrugðinn öðru frá Chanel vegna litarins, en fallegur er hann. Penelope Cruz í Versace. Glingur, gull og glans einkenna Penelope þarna. Eins og frægt er þá leikur Penelope Donatella Versace í væntanlegri heimildarmynd, sem við erum mjög spenntar fyrir. Katrín hertogaynja af Cambridge bar þennan Alexander McQueen ótrúlega vel fyrr í ár. Eitt af aðaltrendum ársins voru berar axlir og sem nýtur sín vel þarna. Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour Hálfsköllóttur Skarsgård Glamour Tískan á Secret Solstice: Bónusjoggingalli og Ikea haldari Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ronda Rousey verður talskona Pantene Glamour Úr pinnahælum í strigaskó Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour
Það er alltaf skemmtilegt að fara yfir kjólana á rauða dreglinum, og einstaklega mikið að velja úr að þessu sinni. Förum hér yfir eftirminnilegustu kjólana á árinu 2017. Marion Cotillard í glæsilegum pallíettukjól frá Halpern í Cannes. Halpern er nýr breskur hönnuður sem fékk mikið lof og athygli fyrir þennan kjól. Rihanna í Commes Des Garcons á The Met Gala. Það er svo skemmtilegt að horfa á rauða dregilinn á því kvöldi, þar sér maður tísku og frumlegheit. Bella Hadid í Ralph & Russo. Kjóllinn er á milli þess að vera skartgripur, undirföt eða síðkjóll, og vakti hann mikla athygli þegar Bella klæddist honum í Cannes. Gigi Hadid í The Row. Tískufyrirmyndirnar og tvíburarnir Mary-Kate og Ashley Olsen eru eigendur og hönnuðir merkisins The Row, og hefur Mary-Kate sagt að Gigi sé hennar tískufyrirmynd. Stílhreint og glæsilegt dress. Ólétt Natalie Portman í Prada. Þarna geislar hún svo sannarlega á Golden Globe verðlaununum. Lily-Rose Depp í skærbleikum Chanel kjól. Dóttir Johnny Depp er andlit Chanel og velur sér tískuhúsið ávallt fyrir rauða dregilinn. Þessi kjóll er frábrugðinn öðru frá Chanel vegna litarins, en fallegur er hann. Penelope Cruz í Versace. Glingur, gull og glans einkenna Penelope þarna. Eins og frægt er þá leikur Penelope Donatella Versace í væntanlegri heimildarmynd, sem við erum mjög spenntar fyrir. Katrín hertogaynja af Cambridge bar þennan Alexander McQueen ótrúlega vel fyrr í ár. Eitt af aðaltrendum ársins voru berar axlir og sem nýtur sín vel þarna.
Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour Hálfsköllóttur Skarsgård Glamour Tískan á Secret Solstice: Bónusjoggingalli og Ikea haldari Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour Ronda Rousey verður talskona Pantene Glamour Úr pinnahælum í strigaskó Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour