Tunglið verður fullt kl. 02:24 í nótt, aðfaranótt þriðjudagsins 2. janúar, að því er fram kemur í frétt á Stjörnufræðivefnum. Tunglið er jafnframt nálægasta fulla tungl ársins 2018 og telst því „ofurmáni“ samkvæmt nútíma skilgreiningu hugtaksins.
Eins og sést á meðfylgjandi myndum veitti verðandi ofurmáni flugeldum harða samkeppni á gamlárskvöld en hann þótti strax mjög glæsilegur á himni, þrátt fyrir að vera ekki alveg fullur.
Flottasta flugeldasýningin í kvöld. Gleðilegt nýtt ár! https://t.co/XawBwUrmqP pic.twitter.com/ZSYEhCnTKy
— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) December 31, 2017
Tunglið kveður 2017 með stæl. Mynd tekin við Seltjarnarneskirkju nú síðdegis. pic.twitter.com/ut1hxtqhdl
— Eyjólfur Garðarsson (@EyjolfurGardars) December 31, 2017