Markaðsmisnotkun í Glitni: Ekki nógu fínn fyrir samskipti við Lárus um verðbréfaviðskipti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2018 17:06 Elmar er hér fyrir miðri mynd, sem er tekin þegar BK-44 málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Til vinstri er Jóhannes Baldursson Vísir/GVA Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira