Markaðsmisnotkun í Glitni: Ekki nógu fínn fyrir samskipti við Lárus um verðbréfaviðskipti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2018 17:06 Elmar er hér fyrir miðri mynd, sem er tekin þegar BK-44 málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Til vinstri er Jóhannes Baldursson Vísir/GVA Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira