Snúa sér að Kína og Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 17:00 Bandarískir hermenn við æfingar í Eistlandi. Vísir/Getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis. Bandaríkin Eistland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Elbrigde Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkin myndu ekki leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Hins vegar segir í skjalinu að keppni ríkja um áhrif, ekki hryðjuverkastarfsemi, væri nú í forgangi í varnarstefnu Bandaríkjanna. Þar að auki gaf Hvíta húsið út sambærilegt skjal í síðasta mánuði, með yfirlýsingu frá Donald Trump, þar sem hvergi var minnst á Kína eða Rússland.Dregið úr yfirburðum Colby sagði að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburði Bandaríkjanna gagnvart Kína og Rússlandi og það þyrfti að breytast. Hann vildi þó ekki svara spurningum blaðamanna um tiltekin dæmi þar sem dregið hefði úr forskoti Bandaríkjanna og sagði þess í stað að bæði Kína og Rússland hefðu náð framförum á öllum sviðum hernaðar. Þar á meðal í lofti og á hafinu.Þá sagði Colby að Rússar hefðu brotið á fullveldi nágranna sinna og breytt landamærum. Vísaði hann þar til innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis sagði hann Rússa reyna að öðlast neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnvalda nágranna sinna. Varðandi Kína sagði Colby þá hafa staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og þá sérstaklega í Suður-Kínahafi. Þar hafa Kínverjar gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta hafsins og byggt upp varnir og herstöðvar á rifum sem þeir hafa gert að eyjum. Þá sagði hann Kína beita nágranna sína efnahagslegum bolabrögðum. Nauðsynlegt væri fyrir Bandaríkin að beita sér gegn báðum ríkjum. Hann sagði herafla Bandaríkjanna þurfa að vera kláran í mögulegt stríð við annað stórveldi. Hin nýja stefna tæki mið af því. Þá er einnig lagt til í skjalinu að Bandaríkin styrki bandalög sín og leiti nýrri bandamanna.Dræm fjárútlát skæð Í skjalinu er einnig meðal annars kallað eftir því að Bandaríkin nútímavæði kjarnorkuvopn sín. Verji meira fé til varna gegn tölvuárásum og auki getu sína í árásum. Einnig er lagt til að eldflaugavarnir ríkisins verði betrumbættar. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við opinberun stefnuskjalsins að síðustu 16 ár hefðu verið erfið fyrir herafla Bandaríkjanna. Hins vegar hefði ekkert reynst hernum erfiðara en takmörkuð fjárútlát.Samkvæmt frétt Reuters eyða Bandaríkin 587,8 milljörðum dala til varnarmála. Kína eyðir 161,7 milljörðum og Rússar 44,6.Hér að neðan má horfa á ræðu Mattis.
Bandaríkin Eistland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira