Appelgren hefur spilað vel með sænska landsliðinu á Evrópumótinu í Króatíu og er með næsthæstu hlutfallmarkvörsluna á mótinu til þessa. Appelgren hefur varið 42 prósent skota sem á hann hafa komið.
Appelgren tekur hinsvegar mikla áhættu í sínum leik því hann spilar ekki lengur með punghlíf og stekkur því berskjaldaður á móti þrumuskotum mótherjanna. Skot sumra leikmanna koma á hann á 130 kílómetra hraða.
Bäst i EM – utan (!) suspensoar https://t.co/Ij7Qxzn9aK
— Sportbladet (@sportbladet) January 19, 2018
„Þetta var svo vont að ég kastaði næstum því upp,“ sagði Appelgren. Hann segir ekki vera hræddur um að eyðileggja möguleika sinn á því að eignast börn í framtíðinni. „Nei, það gengur allt vel ennþá,“ sagði Appelgren.
Mikael Appelgren kom inn á móti Íslandi í stöðunni 11-4 fyrir Ísland en markvörður Svía var þá aðeins búinn að verja 21 prósent skotanna sem á hann komu.
Appelgren reyndist íslenska liðinu erfiður og varði 12 skot á síðsutu 45 mínútunum eða 46 prósent skota íslensku strákanna. Svíar unnu upp sjö marka forkostið og endaði munaði bara tvö mörk á liðunum.