Notendur munu geta komið í veg fyrir að eldri iPhone-símar hægi á sér Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2018 11:21 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Images Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. Fyrirtækið var harðlega gagnrýnt fyrir skömmu þegar það staðfesti að það hægi viljandi á eldri gerðum af iPhone-símum. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi í sumum tilvikum að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð.Í viðtali við ABC þvertók Cook fyrir að sú væri raunin. Þá gaf hann út að fyrirtækið myndi á næstunni gefa út uppfærslu sem geri notendum kleyft að slökkva á þessum eiginleika símans. „Í uppfærslu sem kemur út í næsta mánuði verður notendum gert kleyft að sjá hvernig staðan er á gæði batterísins,“ sagði Cook. „Við munum láta notendur vita þegar hugbúnaðurinn er að hægja á símanum til þess að koma í veg fyrir að síminn slökkvi á sér. Ef þú vilt ekki að það gerist er hægt að slökkva á hugbúnaðinum“. Apple hefur sem fyrr segir verið harðlega gagnrýnt eftir að upp komst um hugbúnaðinn sem um ræðir og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og í Frakklandi krafist skýringa frá Apple vegna málsins. Apple Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. Fyrirtækið var harðlega gagnrýnt fyrir skömmu þegar það staðfesti að það hægi viljandi á eldri gerðum af iPhone-símum. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi í sumum tilvikum að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð.Í viðtali við ABC þvertók Cook fyrir að sú væri raunin. Þá gaf hann út að fyrirtækið myndi á næstunni gefa út uppfærslu sem geri notendum kleyft að slökkva á þessum eiginleika símans. „Í uppfærslu sem kemur út í næsta mánuði verður notendum gert kleyft að sjá hvernig staðan er á gæði batterísins,“ sagði Cook. „Við munum láta notendur vita þegar hugbúnaðurinn er að hægja á símanum til þess að koma í veg fyrir að síminn slökkvi á sér. Ef þú vilt ekki að það gerist er hægt að slökkva á hugbúnaðinum“. Apple hefur sem fyrr segir verið harðlega gagnrýnt eftir að upp komst um hugbúnaðinn sem um ræðir og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og í Frakklandi krafist skýringa frá Apple vegna málsins.
Apple Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56
Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10
Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent