Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2018 08:56 Skuggi lokunar alríkisstofnana vofir yfir Bandaríkjaþingi. Vísir/AFP Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til að samþykkja framlög til ríkisstofnana rennur út á morgun. Ekkert samkomulag á milli repúblikana og demókrata er í augsýn og er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Viðræður stranda meðal annars á örlögum fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að samþykkja fjárlög fyrir alríkisstjórnina frá því að síðasta fjárlagaári lauk 30. september. Síðan þá hafa skammtímatillögur verið samþykktar sem hafa framlengt ríkisútgjöld tímabundið. Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins og gætu enn samþykkt enn aðra skammtímalausnina en aðeins til 16. febrúar. Til þess að finna lausn til lengri tíma þurfa þeir á stuðningi níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni að halda. Demókratar hafa verið ósáttir við áherslur í tillögum repúblikana að fjárlögum. Stærsta hindrunin í vegi samkomulags nú er svonefnd DACA-áætlun sem Donald Trump forseti batt enda á í haust. Hún hefur verndað einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn fyrir brottflutningi. Þeir hafa verið nefndir „dreymendur“ [e. Dreamers].Töldu sig hafa stuðning Trump í síðustu vikuHnífurinn stendur í kúnni þar sem demókratar vilja ekki samþykkja fjárlög alríkisstjórnarinnar nema að fyrir liggi samkomulag um að dreymendurnir njóti áframhaldandi verndar. Almennur þverpólitískur stuðningur er í Bandaríkjunum við að þeir fái að vera áfram í Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa leiðtogar flokkanna tveggja reynt að ná samkomulagi um framhald DACA-áætlunarinnar. Þær viðræður sprungu hins vegar í háaloft í síðustu viku á hitafundi í Hvíta húsinu þar sem Trump er sagður hafa kallað Haítí og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Hleypti það illu blóði í demókrata.Graham (t.v.) og Durbin (t.h.) hafa unnið að samkomulagi um DACA. Það virtist deyja drottni sínum eftir alræmdan fund í Hvíta húsinu fyrir viku.Vísir/AFPÞrátt fyrir að orðbragð forsetans hafi hlotið mesta athygli í kjölfar fundarins örlagaríka markaði hann þó vatnaskil í deilum flokkanna tveggja að öðru leyti. Fyrir fundinn hafði Trump gefið til kynna að hann myndi skrifa undir hvaða samkomulag sem leiðtogar flokkanna legðu fyrir hann. Lindsey Graham, einn hófsamari repúblikana í innflytjendamálum, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, töldu sig hafa stuðning Trump við samkomulag sem þeir höfðu unnið að þegar forsetinn boðaði þá á fundinn í Hvíta húsinu fyrir viku.Reyna að nota heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem skiptimyntWashington Post hefur hins vegar greint frá því að þegar harðlínumenn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu komust á snoðir um að Trump ætlaði að funda með Graham og Durbin smöluðu þeir fleiri þingmönnum repúblikana sem aðhyllast harðari stefnu á fundinn. Sannfærðu þeir Trump jafnframt um að samkomulag Graham og Durbin gengi gegn pólitískum hagsmunum hans. Ekkert útlit er því fyrir að samkomulag náist um DACA áður en fresturinn til að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins rennur út á morgun. Óljóst er þó hvort að demókratar séu tilbúnir að leyfa rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast til að reyna að ná sínu fram með því að neita að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins.Breska ríkisútvarpið BBC segir að repúblikanar reyni nú að freista demókrata til að samþykkja skammtímalausn með því leggja fram tillögu um framlengja áætlun um heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Hún hefur ekki verið fjármögnuð frá því að síðasta fjárlagaári lauk. Chip-áætlunin svonefnda hefur gert níu milljónum barna sem eiga foreldra með lágar tekjur að njóta heilbrigðisþjónustu. Bandaríkin Donald Trump Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Frestur sem Bandaríkjaþing hefur til að samþykkja framlög til ríkisstofnana rennur út á morgun. Ekkert samkomulag á milli repúblikana og demókrata er í augsýn og er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Viðræður stranda meðal annars á örlögum fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að samþykkja fjárlög fyrir alríkisstjórnina frá því að síðasta fjárlagaári lauk 30. september. Síðan þá hafa skammtímatillögur verið samþykktar sem hafa framlengt ríkisútgjöld tímabundið. Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins og gætu enn samþykkt enn aðra skammtímalausnina en aðeins til 16. febrúar. Til þess að finna lausn til lengri tíma þurfa þeir á stuðningi níu þingmanna demókrata í öldungadeildinni að halda. Demókratar hafa verið ósáttir við áherslur í tillögum repúblikana að fjárlögum. Stærsta hindrunin í vegi samkomulags nú er svonefnd DACA-áætlun sem Donald Trump forseti batt enda á í haust. Hún hefur verndað einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn fyrir brottflutningi. Þeir hafa verið nefndir „dreymendur“ [e. Dreamers].Töldu sig hafa stuðning Trump í síðustu vikuHnífurinn stendur í kúnni þar sem demókratar vilja ekki samþykkja fjárlög alríkisstjórnarinnar nema að fyrir liggi samkomulag um að dreymendurnir njóti áframhaldandi verndar. Almennur þverpólitískur stuðningur er í Bandaríkjunum við að þeir fái að vera áfram í Bandaríkjunum. Síðustu vikur hafa leiðtogar flokkanna tveggja reynt að ná samkomulagi um framhald DACA-áætlunarinnar. Þær viðræður sprungu hins vegar í háaloft í síðustu viku á hitafundi í Hvíta húsinu þar sem Trump er sagður hafa kallað Haítí og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Hleypti það illu blóði í demókrata.Graham (t.v.) og Durbin (t.h.) hafa unnið að samkomulagi um DACA. Það virtist deyja drottni sínum eftir alræmdan fund í Hvíta húsinu fyrir viku.Vísir/AFPÞrátt fyrir að orðbragð forsetans hafi hlotið mesta athygli í kjölfar fundarins örlagaríka markaði hann þó vatnaskil í deilum flokkanna tveggja að öðru leyti. Fyrir fundinn hafði Trump gefið til kynna að hann myndi skrifa undir hvaða samkomulag sem leiðtogar flokkanna legðu fyrir hann. Lindsey Graham, einn hófsamari repúblikana í innflytjendamálum, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, töldu sig hafa stuðning Trump við samkomulag sem þeir höfðu unnið að þegar forsetinn boðaði þá á fundinn í Hvíta húsinu fyrir viku.Reyna að nota heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem skiptimyntWashington Post hefur hins vegar greint frá því að þegar harðlínumenn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu komust á snoðir um að Trump ætlaði að funda með Graham og Durbin smöluðu þeir fleiri þingmönnum repúblikana sem aðhyllast harðari stefnu á fundinn. Sannfærðu þeir Trump jafnframt um að samkomulag Graham og Durbin gengi gegn pólitískum hagsmunum hans. Ekkert útlit er því fyrir að samkomulag náist um DACA áður en fresturinn til að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins rennur út á morgun. Óljóst er þó hvort að demókratar séu tilbúnir að leyfa rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast til að reyna að ná sínu fram með því að neita að samþykkja áframhaldandi fjármögnun ríkisins.Breska ríkisútvarpið BBC segir að repúblikanar reyni nú að freista demókrata til að samþykkja skammtímalausn með því leggja fram tillögu um framlengja áætlun um heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Hún hefur ekki verið fjármögnuð frá því að síðasta fjárlagaári lauk. Chip-áætlunin svonefnda hefur gert níu milljónum barna sem eiga foreldra með lágar tekjur að njóta heilbrigðisþjónustu.
Bandaríkin Donald Trump Haítí Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29