Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:59 Frá upphafi aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Sjá meira
Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40
Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00