Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2018 09:48 Kirstjen Nielsen gerði sitt besta til að verja Trump forseta þegar hún kom fyrir þingnefnd í gær. Vísir/AFP Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sagðist ekki vita hvort að meirihluti Norðmanna væri hvítur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd í gær. Tilefni spurningarinnar var ummæli Donalds Trump forseta um að Bandaríkin ættu frekar að taka við innflytjendum frá Noregi en ríkjum sem hann telur „skítaholur“. Ummæli Trump á fundi með þingmönnum í Hvíta húsinu á fimmtudag hafa verið harðlega gagnrýnd en sjálfur hefur hann þrætt fyrir að hafa látið þau falla. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, var viðstödd fundinn í Hvíta húsinu. Þegar hún kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær sagðist hún ekki hafa heyrt Trump tala um Haíti og nokkur Afríkuríki sem skítaholur. Hún þrætti þó ekki fyrir að Trump hefði notað „hart orðalag“. Hann gæti jafnvel hafa notað orðið „skítur“, að því er segir í frétt NBC-fréttastofunnar. Þingmenn demókrata spurðu Nielsen út í Noreg en ummælum Trump hefur verið tekið þannig að hann kjósi frekar innflytjendur frá löndum þar sem flestir eru hvítir frekar en þar sem meirihluti er dökkur á hörund. Nielsen treysti sér þó ekki til að taka algerlega af öll tvímæli um að meirihluti Norðmanna væri hvítur þegar hún var spurð um það. „Ég veit það reyndar ekki, herra, en ég ímynda mér að það sé tilfellið,“ svaraði Nielsen. Donald Trump Tengdar fréttir Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sagðist ekki vita hvort að meirihluti Norðmanna væri hvítur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd í gær. Tilefni spurningarinnar var ummæli Donalds Trump forseta um að Bandaríkin ættu frekar að taka við innflytjendum frá Noregi en ríkjum sem hann telur „skítaholur“. Ummæli Trump á fundi með þingmönnum í Hvíta húsinu á fimmtudag hafa verið harðlega gagnrýnd en sjálfur hefur hann þrætt fyrir að hafa látið þau falla. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, var viðstödd fundinn í Hvíta húsinu. Þegar hún kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær sagðist hún ekki hafa heyrt Trump tala um Haíti og nokkur Afríkuríki sem skítaholur. Hún þrætti þó ekki fyrir að Trump hefði notað „hart orðalag“. Hann gæti jafnvel hafa notað orðið „skítur“, að því er segir í frétt NBC-fréttastofunnar. Þingmenn demókrata spurðu Nielsen út í Noreg en ummælum Trump hefur verið tekið þannig að hann kjósi frekar innflytjendur frá löndum þar sem flestir eru hvítir frekar en þar sem meirihluti er dökkur á hörund. Nielsen treysti sér þó ekki til að taka algerlega af öll tvímæli um að meirihluti Norðmanna væri hvítur þegar hún var spurð um það. „Ég veit það reyndar ekki, herra, en ég ímynda mér að það sé tilfellið,“ svaraði Nielsen.
Donald Trump Tengdar fréttir Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29