Gummi Steinars: Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku framherjunum með þrennunni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 11:00 Albert Guðmundsson. Vísir/Getty Albert Guðmundsson sýndi það í landsleikjunum á móti Indónesíu að hann ætlar sér að komast í heimsmeistaramótshóp íslenska landsliðsins í Rússlandi í sumar. Albert lagði upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skoraði síðan þrennu í síðari leiknum. Þetta voru landsleikir númer tvo og þrjú hjá stráknum en hann varð þarna yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir íslenska A-landsliðið. Guðmundur Steinarsson er einn af markahæstu og stoðsendingahæstu leikmönnuum í efstu deildar karla frá upphafi og hann kom með góðan punkt á Twitter í gærkvöldi. Jón Daði Böðvarsson hafði þá skorað þrennu fyrir Reading í enska bikarnum en kvöldið áður hafði Viðar Örn Kjartansson skorað tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku strikerum með þrennunni? Viðar skoraði eftir 10 sek og Jón Daði hendir í þrennu. Loksins barátta um þessa stöðu. Lúxus. — Gummi Steinars (@gummisteinars) January 16, 2018 Viðar Örn skoraði mörkin sín í 3-1 sigri Maccabi Tel Aviv á Maccabi Haifa en fyrra markið hans kom eftir aðeins nokkurra sekúndna leik. Það er ekki hægt að sjá annað en að íslensku framherjarnir hafi svarað frábærri frammistöðu Alberts úti í Indónesíu með frábærri frammistöðu með sínum félagsliðum. Alfreð Finnbogason hefur líka verið að gera frábæra hluti með Augsburg í í Þýskalandi og þá ætlar Kolbeinn Sigþórsson sér að komast aftur á stað eftir langvinn meiðsli. Jón Daði, Viðar og Alfreð máttu ekki taka þátt í landsleikjunum í Indónesíu þar sem landsleikirnir fóru ekki fram á viðurkenndum landsleikjadögum. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kapphlaup íslensku framherjanna þróast á næstu mánuðum og hverja landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ákveður síðan að taka með til Rússlands. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna. 14. janúar 2018 14:15 Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag. 14. janúar 2018 14:05 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Albert Guðmundsson sýndi það í landsleikjunum á móti Indónesíu að hann ætlar sér að komast í heimsmeistaramótshóp íslenska landsliðsins í Rússlandi í sumar. Albert lagði upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skoraði síðan þrennu í síðari leiknum. Þetta voru landsleikir númer tvo og þrjú hjá stráknum en hann varð þarna yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir íslenska A-landsliðið. Guðmundur Steinarsson er einn af markahæstu og stoðsendingahæstu leikmönnuum í efstu deildar karla frá upphafi og hann kom með góðan punkt á Twitter í gærkvöldi. Jón Daði Böðvarsson hafði þá skorað þrennu fyrir Reading í enska bikarnum en kvöldið áður hafði Viðar Örn Kjartansson skorað tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku strikerum með þrennunni? Viðar skoraði eftir 10 sek og Jón Daði hendir í þrennu. Loksins barátta um þessa stöðu. Lúxus. — Gummi Steinars (@gummisteinars) January 16, 2018 Viðar Örn skoraði mörkin sín í 3-1 sigri Maccabi Tel Aviv á Maccabi Haifa en fyrra markið hans kom eftir aðeins nokkurra sekúndna leik. Það er ekki hægt að sjá annað en að íslensku framherjarnir hafi svarað frábærri frammistöðu Alberts úti í Indónesíu með frábærri frammistöðu með sínum félagsliðum. Alfreð Finnbogason hefur líka verið að gera frábæra hluti með Augsburg í í Þýskalandi og þá ætlar Kolbeinn Sigþórsson sér að komast aftur á stað eftir langvinn meiðsli. Jón Daði, Viðar og Alfreð máttu ekki taka þátt í landsleikjunum í Indónesíu þar sem landsleikirnir fóru ekki fram á viðurkenndum landsleikjadögum. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kapphlaup íslensku framherjanna þróast á næstu mánuðum og hverja landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ákveður síðan að taka með til Rússlands.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna. 14. janúar 2018 14:15 Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag. 14. janúar 2018 14:05 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30
Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland þegar liðið bar sigurorð af Indónesíu í seinni vináttulandsleik liðanna. 14. janúar 2018 14:15
Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag. 14. janúar 2018 14:05