Þetta sagði Guðjón Valur í viðtalinu sem stuðaði svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018 EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018
EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira