Geir: Boltinn er hjá HSÍ Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 22:45 Geir veit ekki hvort hann verður áfram landsliðsþjálfari. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira