Nær tvöföldun á öldruðum í áfengismeðferð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2018 20:30 Á læknadögum í dag fjallaði Hildur Þórarinsdóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, um áfengismisnotkun aldraðra en margt bendir til að um falinn, vaxandi vanda sé að ræða. „Við sjáum það á öldrunardeildum og öllum legudeildum Landspítalans að stór hluti fólks er með áfengis- eða fíknisjúkdóm líka.“Fjölgunin sést svart á hvítu á innlögnum á sjúkrahúsið Vog. Frá árinu 2001 hefur orðið 78 prósent fjölgun á innlögnum 60 ára og eldri á sjúkrahúsinu Vogi. Einnig hefur fjölgað þeim sem eru eldri en 60 ára og leita sér hjálpar í fyrsta skipti á sjúkrahúsinu. Frá árunum 2002-2008 voru þeir 213 en á árunum 2009-2015 voru 269. Það er 26% fjölgun.Þar af hefur þeim sem eru 69 ára og eldri - og eru að fara í sína fyrstu meðferð - fjölgað úr 50 í 66 eða um 32% Hildur segir ekki óalgengt að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm á efri árum.Hildur Þórarinsdóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum „Það breytast ákveðnir hlutir þegar fólk eldist. Þegar það fer út af vinnumarkaði og missir félagsleg hlutverk. Eða verður veikt eða veikindi maka koma upp, þá eykst drykkjan og með aukinni drykkju aukast líkur á að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm.“ Erlendar rannsóknir sýna að aðeins 7% af þeim sem þurfa meðferð fái meðferð. „Það er oft mikil skömm sem fylgir þessum sjúkdóm, fólk er að berjast við sína eigin fordóma og ættingjar að hylma yfir hlutunum,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir. Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Á læknadögum í dag fjallaði Hildur Þórarinsdóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, um áfengismisnotkun aldraðra en margt bendir til að um falinn, vaxandi vanda sé að ræða. „Við sjáum það á öldrunardeildum og öllum legudeildum Landspítalans að stór hluti fólks er með áfengis- eða fíknisjúkdóm líka.“Fjölgunin sést svart á hvítu á innlögnum á sjúkrahúsið Vog. Frá árinu 2001 hefur orðið 78 prósent fjölgun á innlögnum 60 ára og eldri á sjúkrahúsinu Vogi. Einnig hefur fjölgað þeim sem eru eldri en 60 ára og leita sér hjálpar í fyrsta skipti á sjúkrahúsinu. Frá árunum 2002-2008 voru þeir 213 en á árunum 2009-2015 voru 269. Það er 26% fjölgun.Þar af hefur þeim sem eru 69 ára og eldri - og eru að fara í sína fyrstu meðferð - fjölgað úr 50 í 66 eða um 32% Hildur segir ekki óalgengt að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm á efri árum.Hildur Þórarinsdóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum „Það breytast ákveðnir hlutir þegar fólk eldist. Þegar það fer út af vinnumarkaði og missir félagsleg hlutverk. Eða verður veikt eða veikindi maka koma upp, þá eykst drykkjan og með aukinni drykkju aukast líkur á að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm.“ Erlendar rannsóknir sýna að aðeins 7% af þeim sem þurfa meðferð fái meðferð. „Það er oft mikil skömm sem fylgir þessum sjúkdóm, fólk er að berjast við sína eigin fordóma og ættingjar að hylma yfir hlutunum,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir.
Heilbrigðismál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira