Ekki liggur fyrir hvenær neysluvatn mun standast ítrustu gæðakröfur á ný: „Eftir sem áður veldur það ekki hættu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2018 19:15 Fullyrt hefur verið að neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu sé nú drykkjarhæft og engin hætta á ferðum en tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er lengur talin þörf á að sjóða vatn en tilmæli um slíkt höfðutalsverð áhrif á starfsemi Landspítalans fram eftir degi. Í gærkvöldi var tilkynnt að mælst hefði fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu í Reykjavík en tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók á föstudag, og fékk niðurstöðu úr í gær, stóðust ekki viðmið í reglugerð og mældust gildi gerla tvöfalt hærri en leyfilegt er. Heilbrigðiseftirlitið mælti því með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar væri soðið til að gæta ítrustu varúðar. Var þá bara átt við neytendur sem eru viðkvæmir, til dæmis fólk með lélegt ónæmiskerfi og aldraða. Ástæðan fyrir frávikinu í gerlamagni er mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla en við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. „Við erum með áætlun fyrir hlákutíð og fylgjumst vel með holunum okkar þegar við eigum von á hlákum. Þá sáum við hækkað gerlamagn og við hættum að taka vatn úr þeim holum og gerðum Heilbrigðiseftirlitinu viðvart. Þau tóku við og fóru að taka sýni úr dreifikerfinu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, en þá kom í ljósfjölgun gerla væri einnig í dreifikerfinu. „Þetta er einstakur atburður. Það var extra mikið vatnsveður ofan á frostna jörð og þetta er ástand sem skapaðist og er í raun ekkert hægt að gera við. Þegar svona aðstæður eru þá skoðum við aðstæður sérstaklega og rannsökum,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hún útskýrir að jarðvegsgerlar séheiti yfir flest allar bakteríur sem finnast í umhverfi okkar.„við getum líkt þessu við að ef maður tekur gulrót upp úr matjurðargarðinum sínum ogdustar af henni og borðar þá eru auðvitað á henni jarðvegsgerlar,“ segir Árný. Ástandið hafði talsverð áhrif á starfsemi Landspítalans en þeim tilmælum var beint til starfsmanna þar í gær að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks. Þá var einnig pantað talsvert magn af vatni í flöskum sem dreift var til sjúklinga fram eftir degi. Eftir fund fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og sóttvarnalæknisí hádeginu í dag var niðurstaðan sú að ekki væri lengur tilefni til að sjóða vatn og að það sé ekki hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Það varð ákveðin mengun í vatninu þannig að það stóðst ekki ítrustu öryggiskröfur en mat samstarfsnefndarinnar er eftir sem áður það að það valdi ekki hættu fyrir almenning,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Heilbrigðiseftirlitið mun halda mælingum áfram og verður almenningur upplýstur um gang mála á næstunni. Ekki er þó vitað hvenær vatnið muni standast ítrustu gæðakröfur á ný. „Nýjustu upplýsingar liggja hreinlega ekki fyrir. Nú ef eitthvað breytist til hins verra þarf að setjast aftur niður og koma með nýjar leiðbeiningar,“ segir Þórólfur. Þá segir Þórólfur mikilvægt að halda því til haga að saurgerlar sem valda sjúkdómum hafi ekki greinst í dreifikerfinu.Máli sínu til stuðnings skálaði hann í kranavatn við ólétta fréttakonu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hætt að sjóða vatnið á Landspítalanum Mælt hafði verið með því að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga vegna jarðvegsgerlamengunar í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu. 16. janúar 2018 12:54 Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Vegna jarðvegsgerla sem fundust í sýni í Reykjavík og tilkynnt var um í gær. 16. janúar 2018 10:55 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Fullyrt hefur verið að neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu sé nú drykkjarhæft og engin hætta á ferðum en tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er lengur talin þörf á að sjóða vatn en tilmæli um slíkt höfðutalsverð áhrif á starfsemi Landspítalans fram eftir degi. Í gærkvöldi var tilkynnt að mælst hefði fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu í Reykjavík en tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók á föstudag, og fékk niðurstöðu úr í gær, stóðust ekki viðmið í reglugerð og mældust gildi gerla tvöfalt hærri en leyfilegt er. Heilbrigðiseftirlitið mælti því með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar væri soðið til að gæta ítrustu varúðar. Var þá bara átt við neytendur sem eru viðkvæmir, til dæmis fólk með lélegt ónæmiskerfi og aldraða. Ástæðan fyrir frávikinu í gerlamagni er mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla en við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. „Við erum með áætlun fyrir hlákutíð og fylgjumst vel með holunum okkar þegar við eigum von á hlákum. Þá sáum við hækkað gerlamagn og við hættum að taka vatn úr þeim holum og gerðum Heilbrigðiseftirlitinu viðvart. Þau tóku við og fóru að taka sýni úr dreifikerfinu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, en þá kom í ljósfjölgun gerla væri einnig í dreifikerfinu. „Þetta er einstakur atburður. Það var extra mikið vatnsveður ofan á frostna jörð og þetta er ástand sem skapaðist og er í raun ekkert hægt að gera við. Þegar svona aðstæður eru þá skoðum við aðstæður sérstaklega og rannsökum,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hún útskýrir að jarðvegsgerlar séheiti yfir flest allar bakteríur sem finnast í umhverfi okkar.„við getum líkt þessu við að ef maður tekur gulrót upp úr matjurðargarðinum sínum ogdustar af henni og borðar þá eru auðvitað á henni jarðvegsgerlar,“ segir Árný. Ástandið hafði talsverð áhrif á starfsemi Landspítalans en þeim tilmælum var beint til starfsmanna þar í gær að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks. Þá var einnig pantað talsvert magn af vatni í flöskum sem dreift var til sjúklinga fram eftir degi. Eftir fund fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og sóttvarnalæknisí hádeginu í dag var niðurstaðan sú að ekki væri lengur tilefni til að sjóða vatn og að það sé ekki hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Það varð ákveðin mengun í vatninu þannig að það stóðst ekki ítrustu öryggiskröfur en mat samstarfsnefndarinnar er eftir sem áður það að það valdi ekki hættu fyrir almenning,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Heilbrigðiseftirlitið mun halda mælingum áfram og verður almenningur upplýstur um gang mála á næstunni. Ekki er þó vitað hvenær vatnið muni standast ítrustu gæðakröfur á ný. „Nýjustu upplýsingar liggja hreinlega ekki fyrir. Nú ef eitthvað breytist til hins verra þarf að setjast aftur niður og koma með nýjar leiðbeiningar,“ segir Þórólfur. Þá segir Þórólfur mikilvægt að halda því til haga að saurgerlar sem valda sjúkdómum hafi ekki greinst í dreifikerfinu.Máli sínu til stuðnings skálaði hann í kranavatn við ólétta fréttakonu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hætt að sjóða vatnið á Landspítalanum Mælt hafði verið með því að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga vegna jarðvegsgerlamengunar í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu. 16. janúar 2018 12:54 Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Vegna jarðvegsgerla sem fundust í sýni í Reykjavík og tilkynnt var um í gær. 16. janúar 2018 10:55 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Hætt að sjóða vatnið á Landspítalanum Mælt hafði verið með því að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga vegna jarðvegsgerlamengunar í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu. 16. janúar 2018 12:54
Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15
Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Vegna jarðvegsgerla sem fundust í sýni í Reykjavík og tilkynnt var um í gær. 16. janúar 2018 10:55