Adidas, Burberry og pólitísk skilaboð fyrir unga fólkið Ritstjórn skrifar 16. janúar 2018 10:30 Glamour/Skjáskot Gosha Rubchinskiy hefur undanfarin ár sýnt fatalínur sínar á völdum stöðum í Rússlandi, og vetrarlínan hans fyrir 2018 var engin undantekning. Sýningin átti sér stað í Yekaterinburg síðastliðinn sunnudag. Fyrirsæturnar eru ungar, en kúnnarnir hans eru það aðallega líka. Gosha er mjög vinsæll meðal ungs fólks í Evrópu, Asíu og Ameríku, þar sem oft er beðið í röðum eftir nýjustu fatalínum hans. Gosha hefur undanfarið unnið með Adidas og Burberry og er þessi lína engin undantekning. Mismunandi gallaefnum er blandað saman í jökkum og buxum, mikið er um íþróttagalla en einnig stuttermaskyrtur sem minna svolítið á herklæðnað. Ameríska, japanska og rússneska fánanum er skeytt saman á treflum, stórum bakpokum og bolum. Adidas strigaskór voru áberandi en einnig gömlu góðu Dr. Martens skórnir. Eflaust verður beðið eftir þessari línu með mikilli eftirvæntingu, enda margar spennandi flíkur í línunni. Gosha Rubchinskiy fæst í Geysi á Skólavörðustíg. Mest lesið Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Emanuele Farneti verður ritstjóri ítalska Vogue Glamour Líf og fjör í sjö ára afmæli Andreu Glamour
Gosha Rubchinskiy hefur undanfarin ár sýnt fatalínur sínar á völdum stöðum í Rússlandi, og vetrarlínan hans fyrir 2018 var engin undantekning. Sýningin átti sér stað í Yekaterinburg síðastliðinn sunnudag. Fyrirsæturnar eru ungar, en kúnnarnir hans eru það aðallega líka. Gosha er mjög vinsæll meðal ungs fólks í Evrópu, Asíu og Ameríku, þar sem oft er beðið í röðum eftir nýjustu fatalínum hans. Gosha hefur undanfarið unnið með Adidas og Burberry og er þessi lína engin undantekning. Mismunandi gallaefnum er blandað saman í jökkum og buxum, mikið er um íþróttagalla en einnig stuttermaskyrtur sem minna svolítið á herklæðnað. Ameríska, japanska og rússneska fánanum er skeytt saman á treflum, stórum bakpokum og bolum. Adidas strigaskór voru áberandi en einnig gömlu góðu Dr. Martens skórnir. Eflaust verður beðið eftir þessari línu með mikilli eftirvæntingu, enda margar spennandi flíkur í línunni. Gosha Rubchinskiy fæst í Geysi á Skólavörðustíg.
Mest lesið Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Emanuele Farneti verður ritstjóri ítalska Vogue Glamour Líf og fjör í sjö ára afmæli Andreu Glamour