Adidas, Burberry og pólitísk skilaboð fyrir unga fólkið Ritstjórn skrifar 16. janúar 2018 10:30 Glamour/Skjáskot Gosha Rubchinskiy hefur undanfarin ár sýnt fatalínur sínar á völdum stöðum í Rússlandi, og vetrarlínan hans fyrir 2018 var engin undantekning. Sýningin átti sér stað í Yekaterinburg síðastliðinn sunnudag. Fyrirsæturnar eru ungar, en kúnnarnir hans eru það aðallega líka. Gosha er mjög vinsæll meðal ungs fólks í Evrópu, Asíu og Ameríku, þar sem oft er beðið í röðum eftir nýjustu fatalínum hans. Gosha hefur undanfarið unnið með Adidas og Burberry og er þessi lína engin undantekning. Mismunandi gallaefnum er blandað saman í jökkum og buxum, mikið er um íþróttagalla en einnig stuttermaskyrtur sem minna svolítið á herklæðnað. Ameríska, japanska og rússneska fánanum er skeytt saman á treflum, stórum bakpokum og bolum. Adidas strigaskór voru áberandi en einnig gömlu góðu Dr. Martens skórnir. Eflaust verður beðið eftir þessari línu með mikilli eftirvæntingu, enda margar spennandi flíkur í línunni. Gosha Rubchinskiy fæst í Geysi á Skólavörðustíg. Mest lesið Flatbotna skór yfir jólin Glamour Ný stuttmynd frá Kenzo Glamour Loðnar kápur fyrir veturinn Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Danskt brúðkaup Pernille Teisbæk Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Millie Bobby Brown skrifar undir fyrirsætusamning Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour
Gosha Rubchinskiy hefur undanfarin ár sýnt fatalínur sínar á völdum stöðum í Rússlandi, og vetrarlínan hans fyrir 2018 var engin undantekning. Sýningin átti sér stað í Yekaterinburg síðastliðinn sunnudag. Fyrirsæturnar eru ungar, en kúnnarnir hans eru það aðallega líka. Gosha er mjög vinsæll meðal ungs fólks í Evrópu, Asíu og Ameríku, þar sem oft er beðið í röðum eftir nýjustu fatalínum hans. Gosha hefur undanfarið unnið með Adidas og Burberry og er þessi lína engin undantekning. Mismunandi gallaefnum er blandað saman í jökkum og buxum, mikið er um íþróttagalla en einnig stuttermaskyrtur sem minna svolítið á herklæðnað. Ameríska, japanska og rússneska fánanum er skeytt saman á treflum, stórum bakpokum og bolum. Adidas strigaskór voru áberandi en einnig gömlu góðu Dr. Martens skórnir. Eflaust verður beðið eftir þessari línu með mikilli eftirvæntingu, enda margar spennandi flíkur í línunni. Gosha Rubchinskiy fæst í Geysi á Skólavörðustíg.
Mest lesið Flatbotna skór yfir jólin Glamour Ný stuttmynd frá Kenzo Glamour Loðnar kápur fyrir veturinn Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Danskt brúðkaup Pernille Teisbæk Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Millie Bobby Brown skrifar undir fyrirsætusamning Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour