Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 23:07 Hannes Jónsson.formaður Körfuknattleikssambands Íslands fagnar MeToo umræðunni innan íþrótta. Vísir/Eyþór „Það hefur ekkert komið inn á borð til okkar svo ég muni. Fyrir utan að það er einn sem hefur verið að spila körfubolta sem hefur verið dæmdur. Það hefur verið rætt innan hreyfingarinnar og farið yfir það,“ svarar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ um það hvort mál tengd MeToo sögum íþróttakvenna hafi komið inn á borð sambandsins. Hannes segir þó að miðað við umfang frásagna íþróttakvenna þá sé alveg öruggt að eitthvað hafi verið innan körfuboltahreyfingarinnar alveg eins og virðist vera í öðrum íþróttagreinum. „Við höfum ekki fengið mál inn á borð til okkar sem sambands en það er alveg klárt að hvort sem það er íþróttahreyfingin eða körfuboltinn allur, við erum þverskurður af samfélaginu. Það er alveg klárt að það hefur eitthvað komið upp. Ég tel mig geta lesið út úr einum, tveimur af þessum sögum, þótt að það komi ekki fram hvaða íþrótt það er, miðað við hvernig sagan er þá finnst mér eins og að þær geti verið um körfubolta án þess að geta sagt að þetta sé um körfubolta.“Á ekki að líðastHann segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna en með yfirlýsingu þeirra í síðustu viku fylgdu 62 sögur, sumar hverjar sögðu frá mjög grófu kynferðisofbeldi. „Eftir að lesa þessar sögur hefur maður eins og allir aðrir verið í sjokki yfir því hvernig þetta er.“ Hann segir að KKÍ taki undir allt sem kom fram í yfirlýsingunni frá ÍSÍ eftir að íþróttakonur. „Þetta á alls ekki að líðast í hreyfingunni. Maður myndi helst vilja að svona mál myndu aldrei gerast, eitt mál er einu máli of mikið. Þess vegna fagnar maður því að þetta sé allavega komið upp á yfirborðið og hægt sé að vinna með þetta.“Formaður KKÍ segir að ofbeldi eigi ekki að líðast, sama hvernig það er.Vísir/GettyStærsta fjöldahreyfinginHannes segir það sé stefna KKÍ að ef einhver mál koma upp sem þurfa á álit sérfræðings þá sé leitað til fagaðila. Það sé þó ekki til staðar stöðluð viðbragðsáætlun fyrir það þegar mál koma upp tengd áreitni eða kynferðisofbeldi. „Þetta er það sem hreyfingin verður að gera. Að undanförnu hefur íþróttahreyfingin verið að skoða þessi mál og gefnir út bæklingar, sem er alls ekki nóg. Það þarf að vinna þetta miklu meira og við sem íþróttahreyfing þurfum að koma okkur upp almennilegu verklagi í kringum þetta.“ Rétta lausnin sé þó ekki að hvert sérsamband, sem eru 32 talsins á landinu, geri sitt eigið verklag. „Við þurfum að gera þetta sem ein stór hreyfing, við erum stærsta fjöldahreyfingin á landinu.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. Var þar ákveðið að stofna starfshóp um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi.Rekinn vegna barnakláms Hann segir að körfuboltahreyfingin þurfi að vinna mjög faglega að þessu og að sú vinna sé nú þegar hafin. Aðspurður hvort leikmanni, þjálfara eða öðrum starfsmanna innan körfuboltans hafi verið sagt upp vegna atvika sem heyrðu undir MeToo byltinguna svarar Hannes: „Það má vel vera en ekki sem við höfum fengið inn á borð til okkar, en ég get ekki sagt að það hafi ekki gerst því ég veit það ekki.“ Nefndi hann þó í kjölfarið að fyrir 12 árum síðan hafi komið upp mál tengt þjálfara og barnaklámi. Það hafi komist upp og klúbburinn látinn vita. Árið 2006 sagði DV frá því að unglingaþjálfari hafi verið rekinn frá Fjölni fyrir vörslu barnakláms. „Hann var látinn fara og það fór sitt ferli í kerfinu. Hann hefur ekki komið nálægt neinu starfi innan hreyfingarinnar hjá okkur síðan.“ Hannes segir að hann fagni MeToo umræðunni innan íþrótta og annars staðar, ofbeldi sé ekki liðið. „Maður er ótrúlega stoltur af þeim sem hafa stigið fram, númer eitt, tvö og þrjú. Það er það sem við íþróttahreyfingin þurfum að passa er að það þarf að fara ofan í saumana á þessu frá A til Ö og búa til alvöru verklag í kringum þessa hluti. Ofbeldi á ekki að vera liðið, sama hvernig það er.“ MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 „Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Það hefur ekkert komið inn á borð til okkar svo ég muni. Fyrir utan að það er einn sem hefur verið að spila körfubolta sem hefur verið dæmdur. Það hefur verið rætt innan hreyfingarinnar og farið yfir það,“ svarar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ um það hvort mál tengd MeToo sögum íþróttakvenna hafi komið inn á borð sambandsins. Hannes segir þó að miðað við umfang frásagna íþróttakvenna þá sé alveg öruggt að eitthvað hafi verið innan körfuboltahreyfingarinnar alveg eins og virðist vera í öðrum íþróttagreinum. „Við höfum ekki fengið mál inn á borð til okkar sem sambands en það er alveg klárt að hvort sem það er íþróttahreyfingin eða körfuboltinn allur, við erum þverskurður af samfélaginu. Það er alveg klárt að það hefur eitthvað komið upp. Ég tel mig geta lesið út úr einum, tveimur af þessum sögum, þótt að það komi ekki fram hvaða íþrótt það er, miðað við hvernig sagan er þá finnst mér eins og að þær geti verið um körfubolta án þess að geta sagt að þetta sé um körfubolta.“Á ekki að líðastHann segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna en með yfirlýsingu þeirra í síðustu viku fylgdu 62 sögur, sumar hverjar sögðu frá mjög grófu kynferðisofbeldi. „Eftir að lesa þessar sögur hefur maður eins og allir aðrir verið í sjokki yfir því hvernig þetta er.“ Hann segir að KKÍ taki undir allt sem kom fram í yfirlýsingunni frá ÍSÍ eftir að íþróttakonur. „Þetta á alls ekki að líðast í hreyfingunni. Maður myndi helst vilja að svona mál myndu aldrei gerast, eitt mál er einu máli of mikið. Þess vegna fagnar maður því að þetta sé allavega komið upp á yfirborðið og hægt sé að vinna með þetta.“Formaður KKÍ segir að ofbeldi eigi ekki að líðast, sama hvernig það er.Vísir/GettyStærsta fjöldahreyfinginHannes segir það sé stefna KKÍ að ef einhver mál koma upp sem þurfa á álit sérfræðings þá sé leitað til fagaðila. Það sé þó ekki til staðar stöðluð viðbragðsáætlun fyrir það þegar mál koma upp tengd áreitni eða kynferðisofbeldi. „Þetta er það sem hreyfingin verður að gera. Að undanförnu hefur íþróttahreyfingin verið að skoða þessi mál og gefnir út bæklingar, sem er alls ekki nóg. Það þarf að vinna þetta miklu meira og við sem íþróttahreyfing þurfum að koma okkur upp almennilegu verklagi í kringum þetta.“ Rétta lausnin sé þó ekki að hvert sérsamband, sem eru 32 talsins á landinu, geri sitt eigið verklag. „Við þurfum að gera þetta sem ein stór hreyfing, við erum stærsta fjöldahreyfingin á landinu.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. Var þar ákveðið að stofna starfshóp um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi.Rekinn vegna barnakláms Hann segir að körfuboltahreyfingin þurfi að vinna mjög faglega að þessu og að sú vinna sé nú þegar hafin. Aðspurður hvort leikmanni, þjálfara eða öðrum starfsmanna innan körfuboltans hafi verið sagt upp vegna atvika sem heyrðu undir MeToo byltinguna svarar Hannes: „Það má vel vera en ekki sem við höfum fengið inn á borð til okkar, en ég get ekki sagt að það hafi ekki gerst því ég veit það ekki.“ Nefndi hann þó í kjölfarið að fyrir 12 árum síðan hafi komið upp mál tengt þjálfara og barnaklámi. Það hafi komist upp og klúbburinn látinn vita. Árið 2006 sagði DV frá því að unglingaþjálfari hafi verið rekinn frá Fjölni fyrir vörslu barnakláms. „Hann var látinn fara og það fór sitt ferli í kerfinu. Hann hefur ekki komið nálægt neinu starfi innan hreyfingarinnar hjá okkur síðan.“ Hannes segir að hann fagni MeToo umræðunni innan íþrótta og annars staðar, ofbeldi sé ekki liðið. „Maður er ótrúlega stoltur af þeim sem hafa stigið fram, númer eitt, tvö og þrjú. Það er það sem við íþróttahreyfingin þurfum að passa er að það þarf að fara ofan í saumana á þessu frá A til Ö og búa til alvöru verklag í kringum þessa hluti. Ofbeldi á ekki að vera liðið, sama hvernig það er.“
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 „Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
„Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent