Viðskipti innlent

Íslensk fyrirtæki nota samfélagsmiðla mest

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Fjölmörg fyrirtæki nýta sér Facebook í daglegu starfi.
Fjölmörg fyrirtæki nýta sér Facebook í daglegu starfi. Vísir/Getty
Hlutfall notkunar íslenskra fyrirtækja á samfélagsmiðlum er það hæsta í Evrópu, eða 79 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en úttektin er á gerð á fyrirtækjum með fleiri en tíu starfsmenn.

Þá var hlutfall Evrópusambandsríkjanna 47 prósent að meðaltali. Samfélagsmiðlar eru flokkaðir eftir tegund miðils og á Íslandi eru 77 prósent fyrirtækja með samskiptasíður, 17 prósent með vefsíður til að deila margmiðlunarefni, 16 prósent með bloggsíður/tilkynningasíður og 3 prósent með wiki-síður.

Þá eru 82 prósent fyrirtækja á Íslandi með eigin vef, en 63 prósent eru hvort tveggja með eigin vef og á samfélagsmiðlum.

Hér má sjá rit þar sem notkun íslenskra fyrirtækja á samfélagsmiðlum er borin saman við önnur lönd.mynd/hagstofan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×