Ford ætlar að stórauka fjárfestingu í rafbílaframleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 10:20 Bill Ford, stjórnarformaður Ford, kynnti áætlanir Ford um rafknúna framtíð á bílasýningunni í Detroit um helgina. Vísir/AFP Bílaframleiðandinn Ford ætlar að verja ellefu milljörðum dollara í að þróa fjörutíu tegundir blendings- og rafbíla fyrir árið 2022. Stjórnarformaður fyrirtækisins kynnti áformin um að stórauka fjárfestingu í vistvænni bílum á stórri bílasýningu í Detroit um helgina. Upphaflega ætlaði Ford að leggja um fjóra og hálfan milljarð dollara í rafbíla og blendinga fram til 2020. Af þeim fjörutíu tegundum rafknúinna bíla sem Ford ætlar að koma á markað á næstu árum verða sextán rafbílar. Afgangurinn verða blendingsbílar sem geta gengið fyrir bæði rafmagni og jarðefnaeldsneyti, að því er segir í frétt Reuters. Áform Ford og fleiri bílaframleiðanda um að leggja aukna áherslu á rafbílaframleiðslu eru meðal annars tilkominn vegna pressu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bensín- og dísilbílum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kínverjar, Indverjar, Frakkar og Bretar hafa þegar tilkynnt um áætlanir um að taka bifreiðar sem eru knúnar með jarðefnaeldsneyti úr notkun í áföngum á milli 2030 og 2040. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bílaframleiðandinn Ford ætlar að verja ellefu milljörðum dollara í að þróa fjörutíu tegundir blendings- og rafbíla fyrir árið 2022. Stjórnarformaður fyrirtækisins kynnti áformin um að stórauka fjárfestingu í vistvænni bílum á stórri bílasýningu í Detroit um helgina. Upphaflega ætlaði Ford að leggja um fjóra og hálfan milljarð dollara í rafbíla og blendinga fram til 2020. Af þeim fjörutíu tegundum rafknúinna bíla sem Ford ætlar að koma á markað á næstu árum verða sextán rafbílar. Afgangurinn verða blendingsbílar sem geta gengið fyrir bæði rafmagni og jarðefnaeldsneyti, að því er segir í frétt Reuters. Áform Ford og fleiri bílaframleiðanda um að leggja aukna áherslu á rafbílaframleiðslu eru meðal annars tilkominn vegna pressu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bensín- og dísilbílum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kínverjar, Indverjar, Frakkar og Bretar hafa þegar tilkynnt um áætlanir um að taka bifreiðar sem eru knúnar með jarðefnaeldsneyti úr notkun í áföngum á milli 2030 og 2040.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira