NFL: Sjáðu lokasókn Vikinganna sem tókst að tryggja sér sigur á ótrúlegan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 11:00 Stefon Diggs er hér fagnað af félaga sínum eftir að hann tryggði Minnesota Vikings sigurinn. Vísir/Getty Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans en undanúrslit Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni fóru fram um helgina og þrír af fjórum voru mikil skemmtun. Dramatíkin í lokaleiknum í nótt var slík að margir leikmenn sigurliðsins trúðu því varla að þeim hefði tekist að skora sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út.Minnesota Vikings liðið komst þar einu skrefi nær því að verða fyrsta liðið sem nær því að spila Super Bowl leikinn á heimavelli en leikmenn Vikings komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 29-24 sigur á New Orleans Saints í nótt. Óvæntustu úrslit gærdagsins voru þá kannski sigur Jacksonville Jaguars á útivelli á móti Pittsburgh Steelers en flestir bjuggust við því að Pittsburgh Steelers myndi tryggja sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti New England Patriots. Þess í stað verða það Patriots og Jaguars sem keppa um sæti í Super Bowl. Dramatíkin var rosaleg í lokin á leik Minnesota Vikings og New Orleans Saints. Það leit allt út fyrir að Saints liðið væri búið að „stela“ sigrinum eftir frábæra endurkomu í seinni hálfleik en heimamenn fengu eina lokasókn. Þegar öll sund virtust lokuð og leiktíminn var að renna út þá náði leikstjórnandinn Case Keenum að finna útherjann Stefon Diggs og framhaldið var ótrúlegt. Varnarmönnum New Orleans Saints mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að tækla Diggs sem fór alla leið og skoraði. Keenum átti erfitt með að trúa því sem hafði gerst en áhorfendur á leiknum gjörsamlega trylltust.Since there are no words to describe this feeling, we'll just leave you with this.#BringItHomepic.twitter.com/8KCq3xnfAB — Minnesota Vikings (@Vikings) January 15, 2018 Leikmenn Vikings fögnuðu líka gríðarlega enda flestir eflaust búnir að afkskrifa sigurinn. Minnesota Vikings var 17-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Saints áttu frábæran seinni hálfleik og þá sérstaklega frábæran fjórða leikhluta. Það dugði næstum því til sigurs. Saints komst í 24-23 þegar aðeins 25 sekúndur voru eftir. Minnesota Vikings þurfti því að fara upp allan völlinn á innan við hálfri mínútu en það tókst. Leikmenn Vikings gerðu þar vel en fengu góða hjálpa frá einum varnarmanni Saints sem mistókst hræðilega að tækla hetju Vikings..@stefondiggs said GAME OVER! #SKOL Check out his Top 5 catches from #NOvsMIN! #NFLPlayoffspic.twitter.com/3pAdQnH3j4 — NFL (@NFL) January 15, 2018Jacksonville Jaguars vann Pittsburgh Steelers 45-42 þar sem mikið var skorað en fyrir leikinn héldu menn að það væri aðeins góður varnarleikur sem kæmi Jaguars áfram. Þegar á hólminn var komið var það þó sóknarleikurinn, með hlauparann Leonard Fournette og leikstjórnandann Blake Bortles í fararbroddi, sem skilaði Jaguars-liðinu sigri. Hlauparinn Leonard Fournette, sem er nýliði, skoraði þrjú snertimörk fyrir Jacksonville Jaguars í leiknum og hljóp alls 109 jarda með boltann. Blake Bortles er þekktur fyrir að gera mörg mistök en hann kastaði boltanum ekki frá sér í gær sem voru frábær tíðindi fyrir Jaguars. Jacksonville Jaguars var eina liðið sem vann á útivelli um helgina því Philadelphia Eagles, New England Patriots og Minnesota Vikings fögnuðu öll sigri á heimavöllum sínum.Úrslitaleikirnir í deildunum fara báðir fram á sunnudaginn kemur en sigurvegarinn í þeim leikjum kemst í Super Bowl. New England Patriots tekur á móti Jacksonville Jaguars í fyrri leiknum en í þeim síoðari mætast Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings. NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjá meira
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans en undanúrslit Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni fóru fram um helgina og þrír af fjórum voru mikil skemmtun. Dramatíkin í lokaleiknum í nótt var slík að margir leikmenn sigurliðsins trúðu því varla að þeim hefði tekist að skora sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út.Minnesota Vikings liðið komst þar einu skrefi nær því að verða fyrsta liðið sem nær því að spila Super Bowl leikinn á heimavelli en leikmenn Vikings komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 29-24 sigur á New Orleans Saints í nótt. Óvæntustu úrslit gærdagsins voru þá kannski sigur Jacksonville Jaguars á útivelli á móti Pittsburgh Steelers en flestir bjuggust við því að Pittsburgh Steelers myndi tryggja sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti New England Patriots. Þess í stað verða það Patriots og Jaguars sem keppa um sæti í Super Bowl. Dramatíkin var rosaleg í lokin á leik Minnesota Vikings og New Orleans Saints. Það leit allt út fyrir að Saints liðið væri búið að „stela“ sigrinum eftir frábæra endurkomu í seinni hálfleik en heimamenn fengu eina lokasókn. Þegar öll sund virtust lokuð og leiktíminn var að renna út þá náði leikstjórnandinn Case Keenum að finna útherjann Stefon Diggs og framhaldið var ótrúlegt. Varnarmönnum New Orleans Saints mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að tækla Diggs sem fór alla leið og skoraði. Keenum átti erfitt með að trúa því sem hafði gerst en áhorfendur á leiknum gjörsamlega trylltust.Since there are no words to describe this feeling, we'll just leave you with this.#BringItHomepic.twitter.com/8KCq3xnfAB — Minnesota Vikings (@Vikings) January 15, 2018 Leikmenn Vikings fögnuðu líka gríðarlega enda flestir eflaust búnir að afkskrifa sigurinn. Minnesota Vikings var 17-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Saints áttu frábæran seinni hálfleik og þá sérstaklega frábæran fjórða leikhluta. Það dugði næstum því til sigurs. Saints komst í 24-23 þegar aðeins 25 sekúndur voru eftir. Minnesota Vikings þurfti því að fara upp allan völlinn á innan við hálfri mínútu en það tókst. Leikmenn Vikings gerðu þar vel en fengu góða hjálpa frá einum varnarmanni Saints sem mistókst hræðilega að tækla hetju Vikings..@stefondiggs said GAME OVER! #SKOL Check out his Top 5 catches from #NOvsMIN! #NFLPlayoffspic.twitter.com/3pAdQnH3j4 — NFL (@NFL) January 15, 2018Jacksonville Jaguars vann Pittsburgh Steelers 45-42 þar sem mikið var skorað en fyrir leikinn héldu menn að það væri aðeins góður varnarleikur sem kæmi Jaguars áfram. Þegar á hólminn var komið var það þó sóknarleikurinn, með hlauparann Leonard Fournette og leikstjórnandann Blake Bortles í fararbroddi, sem skilaði Jaguars-liðinu sigri. Hlauparinn Leonard Fournette, sem er nýliði, skoraði þrjú snertimörk fyrir Jacksonville Jaguars í leiknum og hljóp alls 109 jarda með boltann. Blake Bortles er þekktur fyrir að gera mörg mistök en hann kastaði boltanum ekki frá sér í gær sem voru frábær tíðindi fyrir Jaguars. Jacksonville Jaguars var eina liðið sem vann á útivelli um helgina því Philadelphia Eagles, New England Patriots og Minnesota Vikings fögnuðu öll sigri á heimavöllum sínum.Úrslitaleikirnir í deildunum fara báðir fram á sunnudaginn kemur en sigurvegarinn í þeim leikjum kemst í Super Bowl. New England Patriots tekur á móti Jacksonville Jaguars í fyrri leiknum en í þeim síoðari mætast Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings.
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjá meira