Lögreglan varar við ástarsvindli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 11:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við sérstaklega ljótu svindli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni. Lögreglumál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni.
Lögreglumál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira