Sverrir Þór: Get ekki verið annað en í skýjunum Magnús Ellert Bjarnason skrifar 13. janúar 2018 19:46 Sverrir Þór í leiknum í dag. Vísir/Hanna Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur Keflavíkur á grönnum sínum frá Njarðvík, 74-63 í úrslitum Malt-bikarsins. Var þetta annað árið í röð sem að Keflavík vinnur þennan bikar og fimmtánda skiptið í sögu félagsins, sem er met. „Ég get ekki annað en verið í skýjunum með þennan sigur. Það er magnaður árangur fyrir félag á borð við Keflavík að vinna þennan bikar fimmtán sinnum“ Spurður um hvað hefði skopið þennan sigur, sagði Sverrir að þetta hefði verið þolinmæðisverk. „Njarðvíkurstelpurnar komu virkilega flottar inn í þennan leik og voru mjög öflugar. Þær spiluðu svæðisvörn lengi sem við vorum í smá basli með. Það tók okkur smá tíma að komas okkar leik í gang en það var ekkert panikk í gangi. Við héldum bara áfram og svo small þetta á réttum tíma. Við vissum að þetta kæmi að lokum.“ Augljóst var að Sverrir vanmat ekki lið Njarðvíkur fyrir leikinn þrátt fyrir að þær grænklæddu væru stigalausar í deildinni. Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og hann bjóst við. „Ég var búinn að undibúa mitt lið fyrir svona jafnan leik. Njarðvík hefur verið í svona leikjum í bikarnum á móti liðum sem eru áþekk okkur. Ég sagði við stelpurnar mínar í hálfleik að þetta væri nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við, jafn og harður leikur og barist um alla bolta. Liðið mitt svaraði kallinu í síðari hálfleik og steig á bensíngjöfina. Ég er með ánægður með það“ Brittanny Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok en Sverri fannst Embla Kristínardóttir ekki síðri í leiknum. „Embla og Brittanny myndi ég segja að hafi verið leiðtogarnir. Svo voru margar aðrar sem áttu góðar rispur í leiknum. En Embla var stórkostleg í þessum leik. Fyrir mér hefði verið hægt að velja annað hvort Brittany eða Emblu sem mann leiksins, þær áttu það báðar skilið. “ Að lokum var Sverrir spurður útí það hvernig honum lítist á komandi leiki í Domino’s deildinni „Mér líst vel á næstu leiki. Við komum náttúrulega til leiks með breytt lið frá því fyrir áramót. Þórunn og Emilía eru dottnar út en Embla er kominn inn, sem er að sjálfsögðu mikill liðsstyrkur. Við förum bara í það núna að safna stigum í deildinni“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur Keflavíkur á grönnum sínum frá Njarðvík, 74-63 í úrslitum Malt-bikarsins. Var þetta annað árið í röð sem að Keflavík vinnur þennan bikar og fimmtánda skiptið í sögu félagsins, sem er met. „Ég get ekki annað en verið í skýjunum með þennan sigur. Það er magnaður árangur fyrir félag á borð við Keflavík að vinna þennan bikar fimmtán sinnum“ Spurður um hvað hefði skopið þennan sigur, sagði Sverrir að þetta hefði verið þolinmæðisverk. „Njarðvíkurstelpurnar komu virkilega flottar inn í þennan leik og voru mjög öflugar. Þær spiluðu svæðisvörn lengi sem við vorum í smá basli með. Það tók okkur smá tíma að komas okkar leik í gang en það var ekkert panikk í gangi. Við héldum bara áfram og svo small þetta á réttum tíma. Við vissum að þetta kæmi að lokum.“ Augljóst var að Sverrir vanmat ekki lið Njarðvíkur fyrir leikinn þrátt fyrir að þær grænklæddu væru stigalausar í deildinni. Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og hann bjóst við. „Ég var búinn að undibúa mitt lið fyrir svona jafnan leik. Njarðvík hefur verið í svona leikjum í bikarnum á móti liðum sem eru áþekk okkur. Ég sagði við stelpurnar mínar í hálfleik að þetta væri nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við, jafn og harður leikur og barist um alla bolta. Liðið mitt svaraði kallinu í síðari hálfleik og steig á bensíngjöfina. Ég er með ánægður með það“ Brittanny Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok en Sverri fannst Embla Kristínardóttir ekki síðri í leiknum. „Embla og Brittanny myndi ég segja að hafi verið leiðtogarnir. Svo voru margar aðrar sem áttu góðar rispur í leiknum. En Embla var stórkostleg í þessum leik. Fyrir mér hefði verið hægt að velja annað hvort Brittany eða Emblu sem mann leiksins, þær áttu það báðar skilið. “ Að lokum var Sverrir spurður útí það hvernig honum lítist á komandi leiki í Domino’s deildinni „Mér líst vel á næstu leiki. Við komum náttúrulega til leiks með breytt lið frá því fyrir áramót. Þórunn og Emilía eru dottnar út en Embla er kominn inn, sem er að sjálfsögðu mikill liðsstyrkur. Við förum bara í það núna að safna stigum í deildinni“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira