Látinn borga fyrir fyrri flugleið til að halda þeirri seinni Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 17:45 Skilmálarnir eru til endurskoðunar segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Vísir/Vilhelm Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Dæmi eru fyrir því að flugfarþegar þurfi að greiða fargjaldamismun og breytingargjald fyrir það eitt að afboða sig í fyrri flugleið til útlanda eigi það pantað flug með sama félagi heim. Theódór Hjalti Valsson lenti í slíku en hann greinir frá reynslu sinni á Facebook. Átti Theódór bókað flug til Osló með Icelandair nú í morgun en vegna óhapps, sem varð þess valdandi að hann er nú í gifsi, má hann ekki fljúga. Hann mun því koma sér til Oslóar með öðrum leiðum en á pantað flug heim til Íslands, frá Osló, með flugfélaginu í lok mánaðar og ákvað því í gærkvöldi að hringja til þess að láta vita að hann myndi þó mæta í það flug. Fékk hann þau skilaboð að greiða þyrfti breytingargjald og fargjaldamismun í ofanálag vildi hann geta innritað sig í það flug. Í samtali við Vísi segir hann að upphæðin sem hann þurfti að reiða fram hafi numið tæplega 24 þúsund krónum. Um 16-17 þúsund í breytingargjald og 7 þúsund í fargjaldamismun. „Það var ekki upphæðin sem fór í taugarnar á mér. Þetta er aðallega bara prinsippið,“ segir hann og setur spurningarmerki við gjaldtökuna. „Ég er bara með miða sem gildir og þó ég noti ekki alla þjónustuna þá er það bara mitt vandamál. Ef ég færi til dæmis í bíó væri ekki hægt að meina mér aðgang í hléi.“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir fyrirkomulagið óásættanlegt.mynd/neytendasamtökin„Óásættanlegt fyrirkomulag“Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir í samtali við Vísi að hann sjái ekki alveg sjá rökin fyrir slíkri gjaldtöku. Búið er að greiða fyrir sæti báðar leiðir og þrátt fyrir að viðkomandi nýti ekki aðra leið komi það ekki niður á flugfélaginu. Annað hvort selji félagið sætið aftur eða skilur það eftir autt. Búið er að borga fyrir bæði flug og sér hann því ekki hvernig það fæst staðist að forföll í fyrra flug hafi áhrif á það seinna. „Þetta er óásættanlegt fyrirkomulag að mínu mati,“ segir Hrannar að lokum.Endurskoða skilmálanaÍ svari við fyrirspurn Vísis segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki kannast við tiltekið mál og átti því sig ekki fullkomlega á atvikum. Það sé hins vegar þannig að skilmálar flugfarseðla eru mismunandi. Gjarnan séu ódýrustu og þar með algengustu miðarnir með slíkum skilmálum. Það er að segja að ef ekki er mætt í fyrsta legg flugs þá falli þeir leggir sem á eftir koma niður. „Við erum að endurskoða þessa skilmála líkt og mörg önnur alþjóðleg flugfélög,“ segir Guðjón og hvetur fólk til þess að hafa samband við þjónustuver hafi það gilda ástæðu fyrir forföllum. „Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver okkar, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“Lesa má Facebook-færslu Theódórs í heild hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira