Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2018 16:12 Leikstjórinn Elsa María Jakobsdóttir er ekki sátt við þjónustu Wow Air. Vísir „Okkur þykir miður að farþegi hafi lent í þessu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur sem fékk ekki að innrita sig í flug til Kaupmannahafnar í gærmorgun því hún var skráð undir nafninu Elsa María María en ekki Jakobsdóttir. „Breytti engu að augljóslega væri ég ég og að alls staðar annars staðar í bókun kæmi fram Jakobsdóttir, á kreditkorti , e-mail o.sv.frv.,“ segir Elsa María í færslu sem hún birtir á Facebook. Svanhvít segir að því miður hafi Elsa ekki bókað sig rétt. „Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni. Þjónustuaðili okkar á Keflavíkurflugvelli fór því eftir settum reglum en nafn farþega verður að vera bókað eins og fram kemur í vegabréfi,“ segir Svanhvít. Hún segir flugfélagið hafa leyfi til að koma til móts við farþega með því að breyta tveimur til þremur stöfum ef um augljósa prentvillu er að ræða.Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar.VísirVar boðið annað sæti á 79.000 krónur Í Facebook-færslu sinni segist Elsa María hafa heyrt aðra starfsmenn Wow við innritun ræða sín á milli að flugið væri löngu yfirbókað. „Mér var tvívegis meinað að ræða við yfirmann, fékk ekki endurgreitt en var boðið að kaupa annað sæti á 79.000 krónur og þegar ég vildi fá nafnið á þessum óliðlega starfskrafti í innritun sigaði hún öryggisverði á mig,“ segir Elsa María. Svanhvít segir í samtali við Vísi þetta tilfelli ekki hafa með yfirbókun í flug að gera heldur fóru þjónustuaðilar Wow Air á Keflavíkurflugvelli eftir settum öryggisreglum.Snýst um þjónustulund Elsa segir á Facebook að hún hafi nokkrum sinnum orðið vitni að fólki í svipuðum aðstæðum hjá öðrum flugfélögum þar sem augljóslega er um sama farþega að ræða og það hafi verið leyst án nokkurra vandamála. „Þetta snýst auðvitað um þjónustulund og almenna skynsemi og ekkert annað. Konsept sem Wow kýs augljóslega að hafna,“ segir Elsa María. Hún segist hafa neyðst til að kaupa sér annað far til Kaupmannahafnar á svimandi háu verði á síðustu stundu hjá Icelandair. Ekki náðist í Elsu Maríu við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
„Okkur þykir miður að farþegi hafi lent í þessu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur sem fékk ekki að innrita sig í flug til Kaupmannahafnar í gærmorgun því hún var skráð undir nafninu Elsa María María en ekki Jakobsdóttir. „Breytti engu að augljóslega væri ég ég og að alls staðar annars staðar í bókun kæmi fram Jakobsdóttir, á kreditkorti , e-mail o.sv.frv.,“ segir Elsa María í færslu sem hún birtir á Facebook. Svanhvít segir að því miður hafi Elsa ekki bókað sig rétt. „Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni. Þjónustuaðili okkar á Keflavíkurflugvelli fór því eftir settum reglum en nafn farþega verður að vera bókað eins og fram kemur í vegabréfi,“ segir Svanhvít. Hún segir flugfélagið hafa leyfi til að koma til móts við farþega með því að breyta tveimur til þremur stöfum ef um augljósa prentvillu er að ræða.Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar.VísirVar boðið annað sæti á 79.000 krónur Í Facebook-færslu sinni segist Elsa María hafa heyrt aðra starfsmenn Wow við innritun ræða sín á milli að flugið væri löngu yfirbókað. „Mér var tvívegis meinað að ræða við yfirmann, fékk ekki endurgreitt en var boðið að kaupa annað sæti á 79.000 krónur og þegar ég vildi fá nafnið á þessum óliðlega starfskrafti í innritun sigaði hún öryggisverði á mig,“ segir Elsa María. Svanhvít segir í samtali við Vísi þetta tilfelli ekki hafa með yfirbókun í flug að gera heldur fóru þjónustuaðilar Wow Air á Keflavíkurflugvelli eftir settum öryggisreglum.Snýst um þjónustulund Elsa segir á Facebook að hún hafi nokkrum sinnum orðið vitni að fólki í svipuðum aðstæðum hjá öðrum flugfélögum þar sem augljóslega er um sama farþega að ræða og það hafi verið leyst án nokkurra vandamála. „Þetta snýst auðvitað um þjónustulund og almenna skynsemi og ekkert annað. Konsept sem Wow kýs augljóslega að hafna,“ segir Elsa María. Hún segist hafa neyðst til að kaupa sér annað far til Kaupmannahafnar á svimandi háu verði á síðustu stundu hjá Icelandair. Ekki náðist í Elsu Maríu við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira