Skyrtunni skipt út Ritstjórn skrifar 13. janúar 2018 08:30 Glamour/Getty Karlatískuvikan í London er nýafstaðin, þar sem hönnuðir sýndu haust- og vetrarlínur sínar fyrir árið 2018. Glamour fylgdist vel með götustílnum á meðan tískuvikunni stóð, en þar er gjarnan hægt að fá góðar hugmyndir. Ljósgrá jakkaföt stóðu upp úr, þar sem margir skiptu skyrtunni út fyrir stuttermabolinn, og skelltu sér síðan í frakka yfir. Ljósbrúnn var einnig mjög áberandi, sem og ljósar yfirhafnir. Sjáum hér hvernig karlarnir í London klæða sig. Litasamsetningin hjá þessum er klassísk en flott. Vínrauður frakki við blá föt, og auðvitað hvíta strigaskó sem setja punktinn yfir i-ið.Grá og teinótt jakkaföt við stuttermabol og græna Dr. Martens.Strigaskór við allt er algjörlega málið núna, og jakkafötin eru ekki undanskilin. Ljósbrúnt frá toppi til táar virkar vel hjá þessum, og trefillinn setur skemmtilegan svip á dressið. Það eru eflaust ekki margir sem myndu þora í svona kápu en þetta klæðir hann vel. Rauði rúllukragabolurinn er sérstaklega flottur undir. Mest lesið Klæddist breskri hönnun Glamour Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Glamour Vivienne Westwood vill bjarga Norðurheimsskautinu Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Fatalína úr smiðju frönsku ritstýrunnar Glamour Girnilegt haust frá Geysi Glamour
Karlatískuvikan í London er nýafstaðin, þar sem hönnuðir sýndu haust- og vetrarlínur sínar fyrir árið 2018. Glamour fylgdist vel með götustílnum á meðan tískuvikunni stóð, en þar er gjarnan hægt að fá góðar hugmyndir. Ljósgrá jakkaföt stóðu upp úr, þar sem margir skiptu skyrtunni út fyrir stuttermabolinn, og skelltu sér síðan í frakka yfir. Ljósbrúnn var einnig mjög áberandi, sem og ljósar yfirhafnir. Sjáum hér hvernig karlarnir í London klæða sig. Litasamsetningin hjá þessum er klassísk en flott. Vínrauður frakki við blá föt, og auðvitað hvíta strigaskó sem setja punktinn yfir i-ið.Grá og teinótt jakkaföt við stuttermabol og græna Dr. Martens.Strigaskór við allt er algjörlega málið núna, og jakkafötin eru ekki undanskilin. Ljósbrúnt frá toppi til táar virkar vel hjá þessum, og trefillinn setur skemmtilegan svip á dressið. Það eru eflaust ekki margir sem myndu þora í svona kápu en þetta klæðir hann vel. Rauði rúllukragabolurinn er sérstaklega flottur undir.
Mest lesið Klæddist breskri hönnun Glamour Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour Iman deilir mynd af dóttur sinni og David Bowie Glamour Vivienne Westwood vill bjarga Norðurheimsskautinu Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour Kaia Gerber hannar fyrir Karl Lagerfeld Glamour Fatalína úr smiðju frönsku ritstýrunnar Glamour Girnilegt haust frá Geysi Glamour