KKÍ rukkar inn á bikarúrslit yngri flokkanna í ár: „Ánægjulegt hvað hreyfingin tekur vel í þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2018 15:30 Grindavíkurstelpurnar urðu bikarmeistarar í Laugardalshöllinni í fyrra. Mynd/KKÍ Það verður ekki ókeypis á bikarúrslitaleiki yngri flokkanna í körfuboltanum eins og undanfarin ár. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikinn kostnað fylgja því að halda úti glæsilegri umfjörð um leiki krakkanna í Laugardalshöllinni og segir sambandið hafa verið að íhuga þetta í nokkur ár. Körfuknattleikssambandið mun rukka þúsund krónur fyrir sextán ára og eldri sem koma í Laugardalshöllina til að horfa á leikina. Í dag hefjast Maltbikarúrslit yngri flokka en það eru tveir úrslitaleikir á dagskránni í kvöld í Laugardalshöllinni, en það eru úrslitaleikir í 10. flokki drengja og stúlkna. Sá miði sem fólk kaupir fyrir þúsund krónur gildir á alla sjö bikarúrslitaleiki helgarinnar sem fara fram á föstudag og sunnudag. Það verður þó hægt að horfa á leikina án þess að greiða fyrir það því KKÍ sendir út beint á YouTube-rás (youtube.com/user/KKIkarfa) sinni beint frá öllum úrslitaleikjum yngri flokka föstudag og sunnudag, að undanskildum leikjum Unglingaflokks karla og Stúlknaflokks, sem verða í beinni á RÚV á sunnudaginn. „Þetta hefur verið í umræðunni í nokkur ár og sérstaklega síðustu tvö árin eftir að við fórum að vera með þetta í Laugardalshöllinni heila helgi. Umgjörðin er orðin mjög mikil í kringum yngri flokka leikina og hefur tekið stakkaskiptum á allra síðustu árum, “ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, þegar Vísir forvitnaðist um ástæður þess að KKÍ tók upp á því núna að rukka inn á leikina. „Umgjörð og vinna í kringum þetta er mjög mikil því krakkarnir eru að fá nákvæmlega sömu umgjörð og meistaraflokkarnir. Svona umgjörð kostar fullt af peningum. Leiga, vinna og annað sem er í gangi. Þetta er bara til að hafa upp í þann kostnað sem fylgir því að vera með svona framkvæmd í nokkra daga,“ sagði Hannes.Hannes Jónsson.Vísir/Eyþór„Þetta eru þúsund krónur inn á sjö leiki þannig að þetta er undir 150 krónum sem hver leikur kostar,“ sagði Hannes og bætir við: „Þrátt fyrir þetta þá þurfum við að vera með aðra vinnu í kringum þetta til að ná upp í þann kostnað sem fylgir því að vera með þetta. Það er ekki eins og bara þetta muni bjarga öllum kostnaði því kostnaður við svona bikarhelgi eru nokkrar milljónir,“ sagði Hannes. Hannes vekur athygli á því að þetta sé ekki nýtt á Íslandi. „Þetta hefur verið í umræðunni undanfarin ár því þetta er engin nýlunda í íþróttagreinum hér á landi. Þetta er gert á langflestum stöðum í barna- og unglingaíþróttum. Vandinn er sá að boltagreinarnar hafa ekki verið að gera þetta. Það má segja að boltagreinarnar hafi ekki þorað að ríða á vaðið með þetta,“ sagði Hannes. „Ég hélt að þetta yrði viðkvæmara mál en við fáum almennt jákvæð viðbrögð frá hreyfingunni. Fólki finnst þetta mjög eðlilegt til að hafa upp í þennan kostnað sem er í kringum þetta. Það er ánægjulegt hvað hreyfingin tekur vel í þetta,“ segir Hannes. „Ég vek athygli á því að þetta er undir 150 krónum á leik en í mörgum öðrum íþróttagreinum ertu að fara inn á viðburð, þar sem börnin þín eru að æfa, þar sem er verið að rukka allt að tvö þúsund krónur fyrir manninn á eitt lítið mót,“ sagði Hannes. „Það er því alls ekki eins og íþróttahreyfingin sé að finna þetta upp af því að körfuboltahreyfingin ákvað að rukka einu sinni inn á bikarúrslit yngri flokka. Það pínu áhugavert að finna fyrir þeim mikla áhuga á þessu og þá sérstaklega frá fjölmiðlum,“ sagði Hannes. Körfubolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Það verður ekki ókeypis á bikarúrslitaleiki yngri flokkanna í körfuboltanum eins og undanfarin ár. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikinn kostnað fylgja því að halda úti glæsilegri umfjörð um leiki krakkanna í Laugardalshöllinni og segir sambandið hafa verið að íhuga þetta í nokkur ár. Körfuknattleikssambandið mun rukka þúsund krónur fyrir sextán ára og eldri sem koma í Laugardalshöllina til að horfa á leikina. Í dag hefjast Maltbikarúrslit yngri flokka en það eru tveir úrslitaleikir á dagskránni í kvöld í Laugardalshöllinni, en það eru úrslitaleikir í 10. flokki drengja og stúlkna. Sá miði sem fólk kaupir fyrir þúsund krónur gildir á alla sjö bikarúrslitaleiki helgarinnar sem fara fram á föstudag og sunnudag. Það verður þó hægt að horfa á leikina án þess að greiða fyrir það því KKÍ sendir út beint á YouTube-rás (youtube.com/user/KKIkarfa) sinni beint frá öllum úrslitaleikjum yngri flokka föstudag og sunnudag, að undanskildum leikjum Unglingaflokks karla og Stúlknaflokks, sem verða í beinni á RÚV á sunnudaginn. „Þetta hefur verið í umræðunni í nokkur ár og sérstaklega síðustu tvö árin eftir að við fórum að vera með þetta í Laugardalshöllinni heila helgi. Umgjörðin er orðin mjög mikil í kringum yngri flokka leikina og hefur tekið stakkaskiptum á allra síðustu árum, “ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, þegar Vísir forvitnaðist um ástæður þess að KKÍ tók upp á því núna að rukka inn á leikina. „Umgjörð og vinna í kringum þetta er mjög mikil því krakkarnir eru að fá nákvæmlega sömu umgjörð og meistaraflokkarnir. Svona umgjörð kostar fullt af peningum. Leiga, vinna og annað sem er í gangi. Þetta er bara til að hafa upp í þann kostnað sem fylgir því að vera með svona framkvæmd í nokkra daga,“ sagði Hannes.Hannes Jónsson.Vísir/Eyþór„Þetta eru þúsund krónur inn á sjö leiki þannig að þetta er undir 150 krónum sem hver leikur kostar,“ sagði Hannes og bætir við: „Þrátt fyrir þetta þá þurfum við að vera með aðra vinnu í kringum þetta til að ná upp í þann kostnað sem fylgir því að vera með þetta. Það er ekki eins og bara þetta muni bjarga öllum kostnaði því kostnaður við svona bikarhelgi eru nokkrar milljónir,“ sagði Hannes. Hannes vekur athygli á því að þetta sé ekki nýtt á Íslandi. „Þetta hefur verið í umræðunni undanfarin ár því þetta er engin nýlunda í íþróttagreinum hér á landi. Þetta er gert á langflestum stöðum í barna- og unglingaíþróttum. Vandinn er sá að boltagreinarnar hafa ekki verið að gera þetta. Það má segja að boltagreinarnar hafi ekki þorað að ríða á vaðið með þetta,“ sagði Hannes. „Ég hélt að þetta yrði viðkvæmara mál en við fáum almennt jákvæð viðbrögð frá hreyfingunni. Fólki finnst þetta mjög eðlilegt til að hafa upp í þennan kostnað sem er í kringum þetta. Það er ánægjulegt hvað hreyfingin tekur vel í þetta,“ segir Hannes. „Ég vek athygli á því að þetta er undir 150 krónum á leik en í mörgum öðrum íþróttagreinum ertu að fara inn á viðburð, þar sem börnin þín eru að æfa, þar sem er verið að rukka allt að tvö þúsund krónur fyrir manninn á eitt lítið mót,“ sagði Hannes. „Það er því alls ekki eins og íþróttahreyfingin sé að finna þetta upp af því að körfuboltahreyfingin ákvað að rukka einu sinni inn á bikarúrslit yngri flokka. Það pínu áhugavert að finna fyrir þeim mikla áhuga á þessu og þá sérstaklega frá fjölmiðlum,“ sagði Hannes.
Körfubolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum