Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2018 14:34 Lilja Alfreðsdóttir fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum. Vísir/Stefán Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna sem send var á fjölmiðla í gær. Á fundinum var ákveðið að stofna starfshóp á vegum ráðuneytisins um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi. Eins og kom fram á Vísi í gær sendu 462 fyrrverandi og núverandi íþróttakonur frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær kröfðust breytinga undir yfirskriftinni Jöfnum leikinn. Meðfylgjandi voru 62 reynslusögur þar sem þær lýstu kynferðislegri áreitni, valdaójafnvægi, mismunun, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal nokkrar tengdar nauðgunum.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum „Ég er mjög þakklát þessum konum sem hafa verið að stíga fram. Ég er sannfærð um að þetta framtak muni skila sér og gera varanlegar breytingar. Ég er líka mjög ánægð með forystu ÍSÍ og UMFÍ fyrir að koma strax að málum um að hægt sé að fara inn í þetta með þessum hætti,“ segir Lilja í samtali við MBL í dag.Ánægð með viðbrögð ráðherraHafdís Inga Hinriksdóttir. Anna Soffía Víkingsdóttir og Nína Björnsdóttir voru fulltrúar íþróttakvenna á fundinum í dag. Hafdís Inga segir í samtali við Vísi að þessi starfshópur hafi verið niðurstaða sem kom í kjölfar umræðunnar á fundinum í dag. „Ég er mjög ánægð með að ráðherra skuli bregðast strax við og boða til fundar, það er ótrúlega ánægjulegt. Þetta gekk mjög vel og allir eru einhuga um að það þurfi að taka á þessu og bregðast við. Við fögnum því.“ Hafdís segi að það verði fulltrúi frá íþróttakonum í þessum starfshóp, en það eigi eftir að útnefna einhvern í það hlutverk. „Starfshópurinn er það sem er í pípunum núna. Hann fer þá í að vinna úr því sem fram kom. Það eru allir sammála um það að það þurfi að vinna þetta saman. Það hefur verið þannig undanfarið að allir eru að vinna í sínu horni og enginn veit hvað er í gangi. Þetta þarf að vera eitthvað sem íþróttahreyfingin vinnur í sameiningu.“ 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum.Myndvinnsla/GarðarKom ekki á óvartHún segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu margar sögur komu fram í þessum lokaða MeToo hópi íþróttakvenna, eða hversu alvarlegar sögurnar voru. Í frásögnunum kom fram að vandann sé að finna í framkomu þjálfara, stjórnarmanna, nuddara og sjúkraþjálfara, dómara, sjálfboðaliða, fjölmiðla, sem og hjá öðrum iðkendum. „Ég er búin að vera að hrærast í þessu síðan árið 2012. Bæði af minni eigin reynslu og því sem ég hef heyrt í gegnum árin, vitandi hvernig kúltúrinn er, þá kemur þetta mér ekki á óvart. Því miður.“ Hafdís Inga er sjálf fyrrverandi landsliðskona í handbolta og var misnotuð af fyrrum landsliðsmanni í íþróttinni. Hann var þá 25 ára en hún aðeins 16 ára. Hún starfar í dag sem sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hafdís Inga þekkir því þessi mál vel og hefur einnig rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi. Að hennar mati hefur þögnin um þessi mál innan íþrótta verið allt of mikil. „Þegar mál hafa komið upp þá hef ég upplifað þöggun, því miður.“ Hafdís segir að íþróttakonurnar hafi fengið verulega góð viðbrögð við yfirlýsingu sinni í gær. „Það fagna þessu allir en fólk er auðvitað bara verulega slegið, þetta eru auðvitað bara skelfilegar sögur sem að koma þarna fram.“Hafdís Inga er ánægð með skjót viðbrögð ráðherra.AðsentEkkert verklag til staðar Hafdís sagði í samtali við Vísi í nóvember: „Íþróttirnar eru auðvitað bara þverskurður á samfélaginu og það er ekki nóg með að það sé ríkjandi kynjamisrétti þar þá er þar líka mjög mikið ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegs eðlis eða andlegs. Það er því miður staðreynd málsins. Maður ímyndar sér líka bara allar þessar sögur sem hafa ekki enn komið fram.“Sjá einnig: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Gagnrýndi hún þá að oft væri ekki verklag til staðar innan íþróttahreyfinga eða því ekki fylgt, þegar upp koma mál tengd misbeitingu valds, kynferðislegu áreitni og ofbeldi. Sundkonan Hildur Erla Gísladóttir steig fram í viðtali í Fréttablaðinu og á Vísi í október á síðasta ári og opnaði sig um að fyrrum þjálfari sinn hafi beitt sig kynferðisofbeldi. Eftir viðtalið sagði formaður Sundsambands Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 að betur hefði átt að taka á fyrri ábendingum um sama þjálfara.Sjá einnig: Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar.“ Ungmennafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Þar sagði meðal annars: „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ Nauðsynlegt að hlúa að þolendum„Það tóku allir virkan þátt í umræðunum. Ég upplifði það að allir hefðu mikinn vilja til þess að taka þetta föstum tökum,“ segir Hafdís um fundinn í morgun. „Þetta var lítill fyrirvari svo undirbúningur var ekki mikill en þetta er fyrsta skrefið. Bind ég miklar vonir við að það komi eitthvað gott út úr þessu sem við getum öll byggt ofan á og unnið að því í sameiningu að bæta umhverfi íþróttanna.“ Hafdís segir að það þurfi að vera hvetjandi fyrir þolendur að upplifa að þeir geti komið og sagt frá. „Við þurfum að passa að hlúa að þolendum og að þeim sé trúað og eitthvað aðhafst í málinu. Það þarf einhvern vegin að stoppa þetta.“ Hún telur mikilvægast að fólk setjist niður og taki samtalið um þetta. Næstu skref er að senda út áskoranir í tengslum við Jöfnum leikinn yfirlýsinguna, meðal annars á sveitarfélög, sérsambönd, félög. „Við viljum að sveitarfélögin setji meiri skilyrði á félögin, að það sé fylgst með hlutunum og eftirlit með því að það sé ekki allt ofan í skúffu og enginn viti neitt. Við þurfum að taka ábyrgð í þessu. Einnig að félögin taki ábyrgð.“ MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. 11. janúar 2018 19:27 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna sem send var á fjölmiðla í gær. Á fundinum var ákveðið að stofna starfshóp á vegum ráðuneytisins um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi. Eins og kom fram á Vísi í gær sendu 462 fyrrverandi og núverandi íþróttakonur frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær kröfðust breytinga undir yfirskriftinni Jöfnum leikinn. Meðfylgjandi voru 62 reynslusögur þar sem þær lýstu kynferðislegri áreitni, valdaójafnvægi, mismunun, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal nokkrar tengdar nauðgunum.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum „Ég er mjög þakklát þessum konum sem hafa verið að stíga fram. Ég er sannfærð um að þetta framtak muni skila sér og gera varanlegar breytingar. Ég er líka mjög ánægð með forystu ÍSÍ og UMFÍ fyrir að koma strax að málum um að hægt sé að fara inn í þetta með þessum hætti,“ segir Lilja í samtali við MBL í dag.Ánægð með viðbrögð ráðherraHafdís Inga Hinriksdóttir. Anna Soffía Víkingsdóttir og Nína Björnsdóttir voru fulltrúar íþróttakvenna á fundinum í dag. Hafdís Inga segir í samtali við Vísi að þessi starfshópur hafi verið niðurstaða sem kom í kjölfar umræðunnar á fundinum í dag. „Ég er mjög ánægð með að ráðherra skuli bregðast strax við og boða til fundar, það er ótrúlega ánægjulegt. Þetta gekk mjög vel og allir eru einhuga um að það þurfi að taka á þessu og bregðast við. Við fögnum því.“ Hafdís segi að það verði fulltrúi frá íþróttakonum í þessum starfshóp, en það eigi eftir að útnefna einhvern í það hlutverk. „Starfshópurinn er það sem er í pípunum núna. Hann fer þá í að vinna úr því sem fram kom. Það eru allir sammála um það að það þurfi að vinna þetta saman. Það hefur verið þannig undanfarið að allir eru að vinna í sínu horni og enginn veit hvað er í gangi. Þetta þarf að vera eitthvað sem íþróttahreyfingin vinnur í sameiningu.“ 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum.Myndvinnsla/GarðarKom ekki á óvartHún segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu margar sögur komu fram í þessum lokaða MeToo hópi íþróttakvenna, eða hversu alvarlegar sögurnar voru. Í frásögnunum kom fram að vandann sé að finna í framkomu þjálfara, stjórnarmanna, nuddara og sjúkraþjálfara, dómara, sjálfboðaliða, fjölmiðla, sem og hjá öðrum iðkendum. „Ég er búin að vera að hrærast í þessu síðan árið 2012. Bæði af minni eigin reynslu og því sem ég hef heyrt í gegnum árin, vitandi hvernig kúltúrinn er, þá kemur þetta mér ekki á óvart. Því miður.“ Hafdís Inga er sjálf fyrrverandi landsliðskona í handbolta og var misnotuð af fyrrum landsliðsmanni í íþróttinni. Hann var þá 25 ára en hún aðeins 16 ára. Hún starfar í dag sem sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hafdís Inga þekkir því þessi mál vel og hefur einnig rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi. Að hennar mati hefur þögnin um þessi mál innan íþrótta verið allt of mikil. „Þegar mál hafa komið upp þá hef ég upplifað þöggun, því miður.“ Hafdís segir að íþróttakonurnar hafi fengið verulega góð viðbrögð við yfirlýsingu sinni í gær. „Það fagna þessu allir en fólk er auðvitað bara verulega slegið, þetta eru auðvitað bara skelfilegar sögur sem að koma þarna fram.“Hafdís Inga er ánægð með skjót viðbrögð ráðherra.AðsentEkkert verklag til staðar Hafdís sagði í samtali við Vísi í nóvember: „Íþróttirnar eru auðvitað bara þverskurður á samfélaginu og það er ekki nóg með að það sé ríkjandi kynjamisrétti þar þá er þar líka mjög mikið ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegs eðlis eða andlegs. Það er því miður staðreynd málsins. Maður ímyndar sér líka bara allar þessar sögur sem hafa ekki enn komið fram.“Sjá einnig: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Gagnrýndi hún þá að oft væri ekki verklag til staðar innan íþróttahreyfinga eða því ekki fylgt, þegar upp koma mál tengd misbeitingu valds, kynferðislegu áreitni og ofbeldi. Sundkonan Hildur Erla Gísladóttir steig fram í viðtali í Fréttablaðinu og á Vísi í október á síðasta ári og opnaði sig um að fyrrum þjálfari sinn hafi beitt sig kynferðisofbeldi. Eftir viðtalið sagði formaður Sundsambands Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 að betur hefði átt að taka á fyrri ábendingum um sama þjálfara.Sjá einnig: Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar.“ Ungmennafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Þar sagði meðal annars: „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ Nauðsynlegt að hlúa að þolendum„Það tóku allir virkan þátt í umræðunum. Ég upplifði það að allir hefðu mikinn vilja til þess að taka þetta föstum tökum,“ segir Hafdís um fundinn í morgun. „Þetta var lítill fyrirvari svo undirbúningur var ekki mikill en þetta er fyrsta skrefið. Bind ég miklar vonir við að það komi eitthvað gott út úr þessu sem við getum öll byggt ofan á og unnið að því í sameiningu að bæta umhverfi íþróttanna.“ Hafdís segir að það þurfi að vera hvetjandi fyrir þolendur að upplifa að þeir geti komið og sagt frá. „Við þurfum að passa að hlúa að þolendum og að þeim sé trúað og eitthvað aðhafst í málinu. Það þarf einhvern vegin að stoppa þetta.“ Hún telur mikilvægast að fólk setjist niður og taki samtalið um þetta. Næstu skref er að senda út áskoranir í tengslum við Jöfnum leikinn yfirlýsinguna, meðal annars á sveitarfélög, sérsambönd, félög. „Við viljum að sveitarfélögin setji meiri skilyrði á félögin, að það sé fylgst með hlutunum og eftirlit með því að það sé ekki allt ofan í skúffu og enginn viti neitt. Við þurfum að taka ábyrgð í þessu. Einnig að félögin taki ábyrgð.“
MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. 11. janúar 2018 19:27 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. 11. janúar 2018 19:27
Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00