Fær að halda dælunum gangandi um sinn Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 15:15 Bjarni Har hóf störf í verslun föður síns fyrir um 60 árum. mynd/gunnhildur gísladóttir Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri. Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri.
Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira