Guðni á ráðstefnu BUGL: Sífellt bætast við nýjar ógnir Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2018 17:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti opnunarávarp á ráðstefnu BUGL í morgun. Vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag. Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36