Arnar Freyr: Öll gagnrýni er frábær Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 12. janúar 2018 11:00 Arnar Freyr í Paladium-höllinni í gær. vísir/ernir Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður í eldlínunni gegn Svíum í kvöld og hann getur ekki beðið. Hann leikur með sænska meistaraliðinu Kristianstad og þekkir marga leikmenn liðsins. „Þetta verður mjög gaman. Ég þekki helminginn af liðinu og hef spilað með mörgum þeirra. Það verður gaman að kljást við þá,“ segir Arnar sem ætlar að láta Svíana finna fyrir því. „Heldur betur. Það er markmiðið að lemja þá í vörninni og keyra vel á þá.“ Þessi stóri og stæðilegi leikmaður þreytti frumraun sína á stórmóti í Frakklandi fyrir ári síðan og veit því vel núna hvað hann er að fara út í. „Síðast var maður að læra inn á hlutina en núna er maður reynslunni ríkari. Þá ætti ég að hafa meiri fókus, hugsa um liðið og fara að vinna einhverja leiki.“ Línumaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Svíum í október og hann segist hafa tekið þeirri gagnrýni vel. „Ég tók gagnrýnina til mín og á mig eins og á að gera. Ég fór svo að hugsa um sjálfan mig og pæla í hvað ég geti gert betur. Ég er léttari núna og hef líka bætt þolið. Ég skil leikinn líka vonandi aðeins betur. Því er ég mun tilbúnari í þetta mót en það síðasta,“ segir Arnar en hann fagnar allri gagnrýni og fór ekki í neina fýlu yfir henni. „Öll gagnrýni er frábær og maður elskar þegar allir eru að segja eitthvað um mann. Það er geggjað og fínt að fá comment því þá bæti ég mig bara.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. 12. janúar 2018 10:00 EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00 Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður í eldlínunni gegn Svíum í kvöld og hann getur ekki beðið. Hann leikur með sænska meistaraliðinu Kristianstad og þekkir marga leikmenn liðsins. „Þetta verður mjög gaman. Ég þekki helminginn af liðinu og hef spilað með mörgum þeirra. Það verður gaman að kljást við þá,“ segir Arnar sem ætlar að láta Svíana finna fyrir því. „Heldur betur. Það er markmiðið að lemja þá í vörninni og keyra vel á þá.“ Þessi stóri og stæðilegi leikmaður þreytti frumraun sína á stórmóti í Frakklandi fyrir ári síðan og veit því vel núna hvað hann er að fara út í. „Síðast var maður að læra inn á hlutina en núna er maður reynslunni ríkari. Þá ætti ég að hafa meiri fókus, hugsa um liðið og fara að vinna einhverja leiki.“ Línumaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Svíum í október og hann segist hafa tekið þeirri gagnrýni vel. „Ég tók gagnrýnina til mín og á mig eins og á að gera. Ég fór svo að hugsa um sjálfan mig og pæla í hvað ég geti gert betur. Ég er léttari núna og hef líka bætt þolið. Ég skil leikinn líka vonandi aðeins betur. Því er ég mun tilbúnari í þetta mót en það síðasta,“ segir Arnar en hann fagnar allri gagnrýni og fór ekki í neina fýlu yfir henni. „Öll gagnrýni er frábær og maður elskar þegar allir eru að segja eitthvað um mann. Það er geggjað og fínt að fá comment því þá bæti ég mig bara.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. 12. janúar 2018 10:00 EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00 Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. 12. janúar 2018 10:00
EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00
Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00
Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15
Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30