Mikil andstaða var við komu hans og stuðningsmenn óttuðust fjöldamótmæli gegn honum og stefnu hans.
Forsetinn fór hins vegar á Twitter og þar kenndi hann forvera sínum, Barack Obama, um það af hverju hann ætli ekki að mæta.
Það sé vegna þess að gamla sendiráðið hafi verið selt fyrir of lága upphæð og að hið nýja hafi kostað of mikið. Kostnaður við nýja sendiráðið, sem er í Vauxhall í suðurhluta borgarinnar, er áætlaður rúmur milljarður Bandaríkjadala.
Margir hafa komið Obama til varnar og benda á að ákvörðunin um að selja sendiráðið og byggja nýtt hafi verið tekin af forvera Obama, George W. Bush, forvera Obama í embætti.
Reason I canceled my trip to London is that I am not a big fan of the Obama Administration having sold perhaps the best located and finest embassy in London for “peanuts,” only to build a new one in an off location for 1.2 billion dollars. Bad deal. Wanted me to cut ribbon-NO!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 12, 2018