Erlent

Trump kennir Obama um og aflýsir ferð sinni til Lundúna

Atli Ísleifsson skrifar
Stuðningsmenn Bandaríkjaforseta óttuðust að margir myndu mótmæla við komu hans til Lundúna.
Stuðningsmenn Bandaríkjaforseta óttuðust að margir myndu mótmæla við komu hans til Lundúna. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alfarið afboðað komu sína til Bretlands í næsta mánuði en vonir stóðu til þess hjá sumum að hann kæmi til Lundúna til að vígja nýtt sendiráð Bandaríkjanna í borginni. BBC  greinir frá málinu.

Mikil andstaða var við komu hans og stuðningsmenn óttuðust fjöldamótmæli gegn honum og stefnu hans.

Forsetinn fór hins vegar á Twitter og þar kenndi hann forvera sínum, Barack Obama, um það af hverju hann ætli ekki að mæta.

Það sé vegna þess að gamla sendiráðið hafi verið selt fyrir of lága upphæð og að hið nýja hafi kostað of mikið. Kostnaður við nýja sendiráðið, sem er í Vauxhall í suðurhluta borgarinnar, er áætlaður rúmur milljarður Bandaríkjadala.

Margir hafa komið Obama til varnar og benda á að ákvörðunin um að selja sendiráðið og byggja nýtt hafi verið tekin af forvera Obama, George W. Bush, forvera Obama í embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×